miðvikudagur, mars 29, 2006

Þá er maður búinn að syngja fyrir sendiherrann

Var að koma koma úr ráðhúsinu í Malmö þar sem hin kyngimagnaði 10 manna Lundakór tróð upp í kokteilboði í því tilefnið að nýr sendiherra Íslands í Svíþjóð var í heimsókn á Skáni. Af því tilefni var öllum fínu Íslendingunum á Skáni boðið í snittur og vín... annað hvort er voðalega lítið af fínum Íslendingum á Skáni eða þeir eru einfaldlega svo fínir að þeir létu ekki sjá sig því við í kórnum vorum u.þ.b. þriðjungur gestanna!
Sendiherrann var fyndinn :) greynilega nýfluttur hingað því hann talaði nú bara e-a samsuðuð af dönsku og sænsku :)
Annars var í "labbinu" í skólanum í allan dag. Búin að vera að títra með fallega fjólublárri KMnO4- lausn til að athuga járninnihald Mohrs-saltsins míns sem ég bjó til á mánudaginn. Þetta var bara nokkuð hreint hjá mér get ég sagt ykkur! Það sem ekki er hreint eru hins vegar fingurinr á mér... það er ekki nokkur leið að koma þessari fallega fjólubláu lausn ofan í þessa örmjóu býrettu án vandræða! ég hef líklegast stofnað dýralífi Atlantshafsins í stórhættu í dag þar sem þessi lausn er víst stórhættuleg sjávarlífinu... þess má einnig geta að þegar KMnO4-lausn kemst í snertingu við húð og þornar verður hún brún... og það er ekkert svo létt að þvo hana af sér :Þ Svo tókst mér líka að sulla með saltsýruna en það var nú bara inni í "dragskáp" og aðalatriðið var nú að það sá það engin ;)
Brandari sem pabbi sagði mér fyrir nokkrum árum: hver er munurinn á efnafræðingi og lyfjafræðingi
? Lyfjafræðingur getur helt úr fötu í tilraunaglas en efnafræðingurinn úr tilraunaglasi í fötu... hann hafði víst rétt fyrir sér...

Guðrún
Ps: eftir langan dag í eiturgufum í skólanum þarf ekki meira en eitt hvítvísnglas og háa hæla til að það líti út fyrir að maður sé haugadrukkinn!

1 Comments:

Blogger Guðrún said...

og svo var ég þunn í morgun!

30 mars, 2006 10:41  

Skrifa ummæli

<< Home