föstudagur, mars 31, 2006

Vildi bara ítreka þetta með föstudaginn ehh...

Ég kann s.s. ekkert að eyða heilum pósti... svo í staðinn ætla ég bara að bæta því við að annar af leiðbeinundunum í tilraun föstudagsins var finnskur. Það fannst mér að sjálfsögðu bráðskemmtilegt. Auk þess sem hann talaði þessa líka skemmtilegu sænsku (sem margir vilja líkja við íslensku sænskuna... og ég lít sko á það sem móðgun þegar það er sagt við mig!!) þá er ég jú (næstum) altalandi á finnsku. Sökum gífulegs svefngalsa þarna á föstudaginn og almennra skemmtillegheita ákvað ég að það væri mitt hlutverk að halda uppi stuðinu í tilrauninni. Ég vissi t.d. ekki hvar klósettið var og spurði því þann finnska:"Aanteksi, missa on vessa?" ("afsakið hvar er klósettið". Setning sem ég man alla vega ennþá frá kórferðinni til finnlands af spólunum sem við sáum í rútunni). Sagði að sjálfsögðu "kiitos" nokkrum sinnum og "ollä hyvää" (gjörðu svo vel) þegar ég lét hann fá e-ð. Ég þurfti virkilega að halda afur af mér til að fara ekki með nokkur vel valin ljóð á finnsku fyrir hann... held samt að ég hafi gert rétt með að sleppa því. Held hann hafi ekki haft mikinn húmor blessaður (enda finnskur ;))... svo fannst mér líka sjúklega fyndið þegar þau voru að fara yfir hvernig skýrslan ætti að vera að hún átti að vera skrifuð í 3. persónu þátíð...
Alla vega held ég að Katrínu og megatöffurunum (sem eru bæ ðe vei ótrúlega skotnir í okkur) á næsta borði hafi fundist ég sniðug stundum... og mér fannst ég sniðug allan tímann!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Stemmningin í efnafræðitilraunum hefur greinilega ekkert breyst! ;)

02 apríl, 2006 12:50  
Anonymous Nafnlaus said...

O þú ert svo sniðug systir góð...
En hvernig væri nú að skrifa nokkur e-mail ef þú ert í vandræðum með að eyða tímanum vegna þess að það eru svo fáar tilraunir?? Bíð spennt...

03 apríl, 2006 12:23  

Skrifa ummæli

<< Home