miðvikudagur, mars 01, 2006

Þó maður sleppi bolludeginum þá þarf það ekki að þýða að maður sleppi semludeginum ;)

sem var s.s. í gær. Jonas, þessi elska, kom heim með 2 semlur som voru borðaðar í eftirrétt um kvöldið, mikill rjómi mmmm.....
Annars keypti ég mér glænýtt , svart, gíralaust crecenthjól í gær :)
ég er mjög ánægð með það... minna ánægð með hversu mikið snjóaði í nótt svo ég nennti ómögulega að hjóla í skólann. Sem betur fer vorum við með bíl í láni og keyrðum bara. Það var gott... fyrir utan það að Jonas gleymdi að skutla mér og þurfti að taka stóran hring. Það var slæmt og ég kom allt of seint sem var bara allt í lagi því mér finnst hvort sem er svo leiðinlegt í tímum ;)
Farin að læra

Guðrún

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er crecenthjól? Er það e-ð voða fínt?

01 mars, 2006 18:31  
Blogger Guðrún said...

kannski frekar crescent hjól... ekki skrýtið að íslendingar þekki ekki crescent hjól því þqað er sko alveöru dömuhjól en ekki fjallahjól!... reyndar var Jonas aðeins ða leiðrétta mig... ég keypti víst Monark hjól (úpsí) en það er sko alveg jafnfínt :Þ

01 mars, 2006 21:20  
Anonymous Nafnlaus said...

Aha... Til hamingju með hjólið :) Er einmitt búin að vera að spá hvort ég eigi að fara að reyna að ná í mitt og hreyfa það smá, svona af því að ég þarf ekki lengur að vera með skólatösku. Sé til, það er held ég að byrja að snjóa...

01 mars, 2006 22:57  

Skrifa ummæli

<< Home