miðvikudagur, mars 15, 2006

Lyfjaauglýsingar

Í Svíþjóð eru lyfjaauglýsingar leyfðar. Tvær þeirra sitja ansi fast í mér. Önnur er fyrir verkjalyf (heitir Iprimdem eað e-ð í þá áttina) og í henni er asnalegur kall með asnalega rödd í búning þannig að hann líti út fyrir að vera ein slík tafla. Hann syngur síðan lög úr Sound of music með texta um hverju þessi verkjalyf eru hjálpleg ... mjög smekklegt (eða ekki!).
Versta auglýsingin er hins vegar fyrir... æi man ekki hvað það heitir, Laptazid eða e-ð í þá áttina. Auglýsingin er alla vega þannig að hallærisleg, miðaldra kvenlæknir (á ekkert sérstaklega að vera hallærisleg, er það bara) spyr hvort maður eigi við vandamál að stríða út af vondri lykt frá leggöngum eftir böð, blæðingar eða kynlíf!?! Það getur s.s. stafað af ... jah hvað það nú var og þetta lyf er ekki lyfseðilsskylt svo nú getur maður bara farið og keypt það já. Ekki reyna að segja mér annað en að þetta er bara pínlegt og ætti ekki að vera sýnt í sjónvarpi, maður þarf nú ekki að vera tepra til að finnast það og hana nú!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sveppasýkingum líklega...
Nei, mikið er ég nú eiginlega fegin að það er bannað að auglýsa lyf í sjónvarpi hér, það væri líklega ekki neitt æsispennandi auglýsingar... (og auðvitað líka því að þá væru engar lyfjakynningar með dóti fyrir okkur ;)... )

15 mars, 2006 19:01  

Skrifa ummæli

<< Home