föstudagur, mars 17, 2006

Ísland!

Ég er alveg að koma :)
Á bara eftir að pakka og æfa mig svolítið.
Ótrúlega erfitt að ákveða hvað e´g ætla að taka með, alngar helst bara að taka með pæjuföt, flottu stígvélin mín og þunna stutta leðurjakkann, háa hæla o.s.frv. Kannski vegna þess að svoleiðis príla hef ég nú ekkert notað undan farið þar sem mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig maður getur verið pæja í snjó og frosti! Held það sé auðveldara á Íslandi þar sem maður fer nú yfirleitt í bíl á milli staða, ég held ég taki alla vega sénsinn og taki t.d. ekki boardbabes úlpuna mína með (ég veit, bord BABES... en maður er nú samt meira beib í kápunni heldur en úlpunni verð ég að viðurkenna). Kápan verður bara að duga. Kannski ég taki ekki sénsinn og sleppi gönguskónum en ég ætla samt í stígvélunum út á völl (skvíhísa!). Svo þarf maður að taka með sér skvísuföt fyrir "árshátíðina" og smekklega skvísulegföt fyrir prófið mikla og ekki verð ég alsber í fjölskylduboðinu... ég nenni ekkert að pakka skynsamlega í eþtta skipti, ég má vera með 20 kg og ætla baar að nota mér það! Verð kannski að hafa samt smá pláss fyrir öll herlegheitin sem ég ætla að kaupa á Íslandi ;)
Farin að pakka!

Guðrún, á Íslandi eftir 14 tíma!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju Ísland því að.... Hæ hlakka til að sjá þig skvís;)

17 mars, 2006 11:07  

Skrifa ummæli

<< Home