föstudagur, mars 10, 2006

þegar ég kem heim ætla ég að...

... fara í sund (get ekki beðið eftir því að komast í almennilegan heitan pott sem maður þarf ekki að standa í biðröð til að komast í og n.b. fara upp úr eftir 15 mín!)
...fá mér vélarís með heitri súkkulaði sósu mmmm... (hér fyrirfinnst hann varla... og er ekkert spe... skásti vélarísinn er á McDonalds sem er nátla bara rugl! Svo eru meira að segja sumar ísbúðir lokaðar yfir vetrartímann... eins fatta þeir ekki að það er líka hægt að borða ís á kvöldin...)
... borða flatbrauð og taka með birgðir til Svíþjóðar (ég fer sko í Kolaportið, þar fæst besta flatbrauð í heimi!)
...kaupa tröllahafra, sykurlausa sultu og annað "heilsujukk" sem fyrirfinnst sko ekki í Svíþjóð...
... kaupa mér rándýra cyntamani flíspeysu (helv. kuldi sko og svo eru bara til hallærislegar flíspeysur í Svíþjóð... kæmi mér samt lítið á óvart að þegar ég kem aftur til Svíþjoðar verði flíspeysan óþörf því þá verður vonandi komið VOR!)
...kaupa páskaegg...mörg... (við verðum með 2 boð um páskana, eitt með Íslendigum og þá er nú gaman að geta boðið upp á páskaegg og málshátt og eitt með Svíum og þá er nú um að gera að leyfa þeim að smakka e-ð ekta íslenskt eða hvað ;))
... fara á Árshátíð ;)
... fara í fjölskylduboð
... og já, var það e-ð fleira... kannski spila smá :Þ

Svíþjóð er nú ekkert alslæm samt sko... þar er t.d. til Kalles kaviar sem verður að teljast stór kostur að mati sumra alla vega ;) nýjasta nýtt er svo kalles randiga með eggjum! Hvur veit nema maður taki með sér eina túpu af honum heim ;)


eftir viku...

og hvað eru margir punktar í því ehh...

3 Comments:

Blogger Guðrún said...

...og hvað eru margir punktar í því ehh...

10 mars, 2006 13:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að sjá þig :)

10 mars, 2006 18:47  
Blogger Guðrún said...

þú ert nú nett geggjuð Anna Sigga!

11 mars, 2006 17:16  

Skrifa ummæli

<< Home