sunnudagur, mars 05, 2006

Vetrarský...

Reyndar ekki eitt einasta! Sólin er búin að skína í heiði í allan dag :)
Fengum lánaðan bíl hjá mömmu Jonasar og keyrðum út í sveit og fengum okkur göngutúr í Kirsuberjadalnum :) Tókum með Swiss miss og samlokur. Æðislegt veður og þykkt lag asf njó yfir öllu og rennandi lækur og tré og dalur og... ég var alla vega ágætlega sátt við snjóinn í dag, mjög fallegt veður og gott skíðafæri fyrir þá asem vilja það ;)
Skruppum svo í kaffi til pabba Jonasar í Dalby og nú er kominn tími til að gera e-ð að viti... eða bar slaka á, það kemur nú dagur eftir þennan ;)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikið hljómar þetta nú vel :) Er líka Þyrnirósardalur?

05 mars, 2006 19:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá ég vildi að ég gæti gert svona. Ég vona að þú njótir þess í botn!!!Ég er í ruglinu með ritgerðina mína hvernig fórstu eiginlega að þessu?

05 mars, 2006 23:07  
Blogger Guðrún said...

Ohh, ég hef fulla samúð með þér Gróa! Ritgerðin já... ég skilaði inn fullkomlega "réttri" ritgerð um ekki neitt... þ.e. ég var í tómu tjóni með efnið en fékk fullt af fólki (Mummi og systir mín björguðu mér!)að lesa yfir (sem hafði lítið sem ekkert vit á því sem ég var að skrifa um) og það gerði það að verkum að það var allt ytra eins og það átti að vera, beinar og óbeinar tilvitnanir og allt það en efnið var ansi slappt... og ég fékk nú bara allt í lagi einkunn þannig séð... man ekki hvað ég fékk en ég gat sko alveg sætt mig við það. Þú verður bara að hitta Árna heimi oft og spurja hann asnalegra spurninga, hann vaerður bara að lifa með því og hana nú ;) gangi þér vel!

06 mars, 2006 13:45  

Skrifa ummæli

<< Home