sunnudagur, mars 26, 2006

Tapaði einum tíma í nótt og tveimur í dag.

Í nótt var klukkan færð fram um einn tíma, það er sem sagt kominn sumartími!
Honum var fagnað með enn einni !#%&$ sjókomunni :( held samt að snjórinn hafi samt ekkert fests neitt sérstaklega en það er samt ennþá snjór úti.
Af okkur er það helst að frétta að við erum þunn :Þ
Ég er byrjuð í nýjum áfanga, ólífrænni efnafræði. Það er mjög gaman enn sem komið er og það er skemmtilegast við þennan kúrs að það er önnur íslensk stelpa í honum :D að sjálfsögðu erum við eins og samlokur og ég er búin að skipta um hóð svo við getum nú örugglega verið saman í öllu. Og ég sem hélt að mér væri fyrirmunað að eignast vini hérna í Svíþjóð!
Svo lítur mðaur útlendinga hornauga á Íslandi. Umgangast bara fólk frá sínu heimalandi og tala bara sitt eigið tungumál... verð að viðukenna að það minnir örlítið á Íslendinagkommúnuna hérna í Lundi...
Ég var að koma á fætur eftir að hafa "lagt mig aðeins" í u.þ.b. tvo tíma, held það sé slæm hugmynd að blogga þá... er bara búin að vera bullandi samviskubit yfir að hafa ekki bloggað í háa herrans tíð og þetta ætti nú aðeins að lækna samviskubitið... er hins vegar hrædd um að það sé ekki mjög skemmtilegt að lesa það sem vellur út úr mér svona hálfsofandi, vonandi hef ég bara ekki uppljóstrað neitt leyndarmál í svefnmókinu.

Guðrún

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home