miðvikudagur, október 18, 2006

Ég er

... með hálsríg!
Var að horfa á sjónvarpið í "gymminu" og af öllum tækjum þurfti e-r kall að skella sér á það tæki sem skyggði á sjónvarpið svo ég þurfti að hlauða á ská! Ég meina, ég var í miðu "tradin spouses" eða e-ð svoleiðis. Æsispennandi þáttur þar sem tvær fjölsk. í Bandaríkjunum skipta um mömmur, ekkert kinkí þó. Þetta eru alltaf mjög ólíkar fjölskyldur, iðulega ein lummuleg úti á landi og önnur hipp, rík og kúl inni í borg. í þessum þætti var ein rík "íturvaxin" svört kona send út á landi til "jógagúrúfjölskyldu". Það var mjög fyndið, engin húsgögn, allir sváfu í flatsæng áí einu herbergi og vaknað kl 6:30 til að spila á flautur og stunda jóga... þau gengu aldrei í skóm og fóru út í skóg að faðma tré... ég er alls ekkert að ýkja!
Konugreyið reyndi að spila með a´meðan þau reyndu að frelsa hana en svo þegar hún ætlaði að fá að ráða í einn dag, láta strákana fá skó (þeir voru u.þ.b. 18 ára og áttu ekki skó!) þá varð nú allt brjálað! vá ég gæti alveg misst mig þetta var svo fríki! Kallin hafði gjörsamlega heilaþvegið fjölskylduna! Þau gerðu aldrei neitt í sitthvoru lagi, akkúrat ekki neitt! Hæsta lagi fóru á klósettið! Konufgreyið í stórborginni reyndi líka að frelsa fjölskylduna þar með litlum árangri... en hvað er ég að blaðra um þennan sjónvarpsþátt!
Þeir sem vilja nánari útlistanir eða heyra mínar skoðanir um þetta verða bara að meila eða hringja!
Ástæðan fyrir því að ég er búin að vera svona löt undanfarið er að það er búið að vera ansi mikið að gera (á Svíþjóðarmælikvarða sem er mun minni kvarði en íslenski kvarðinn minn verð ég að viðurkenna). Fyrst áttum við Jonas afmæli og þar var bara svolítil törn, svo komu mamma og pabbi í heimsókn og þeim varð að sjálfsögðu að skemmta (og við skemmtum okkur bara ljómandi vel sömuleiðs í leiðinni :) mjög gaman að fá þau í heimsókn!) og svo beint á eftir komu Sigrún og Brynhildur í heimsókn í heila viku!
ekki þaða ð þær hafi verið mjög kröfuharðar en það er bara svo gaman að kjafta við þær að ég hafði rétt svo tíma til að mæta í tíma og ekkert meir. Svo fóru þær og þá voru örfáir dagar í próf og ég löngu búin að gleyma hvernig maður situr á rassinum og les... þar að auki var allt of mikið af freistandi íslensku sælgæti upp í skáp... svo ég fór mjög illa lesin í próf í gær sem hefði svosem reddast ef maður þyrfti ekki að fá 6 til að ná... maður má alltaf vona, ég náði nú stærðfræðiprófinu í haust! En líkurnar eru ansi litlar... þá tók við dagur í sjálfsvorkun og sjónvarpsgláp en hér er ég nú!
Hef enga afsökun fyrir leti lengur!
Fór út að skokka í gær og í ræktina í dag (á víst árskort sem gildir til loka janúar, best að dusta rykið af því). Svo er markið sett hátt á morgun, ætla ekki að kveikja á sjónvarpin fyrir kvöldmat og ekki eyða miklum tíma í tölvunni nema til að læra!+
Háleit markmið maður...
bar að var ykkur við, þetta verður langt blogg... gæti alveg skipt því í nokkur en nenni því ekki.
Maður er alveg komin með munnræðu eftir alla þessa "þögn"
Alla vega, þegar ég var úti að skokka í gær mætti ég bekkjafélaga úr kúrsinum og aþr sem e´g var alveg ein að skokka í meira en háftíma fór ég að hugsa... misgáfulegar hugsanir þó. Þessi strákur er mjög líkur stráki sem var í MH á sama tíma og ég. Þekkti þennan strák svosem ekki neitt en hann er jafngamall mér og var í nokkrum kúrsum með mér. eins og ég segi, þá þekki ég þennan strák úr MH svosem ekki neitt en var svosem alveg með það á hreinu að hann væri nörd 8s+ást nú alveg utan á honum auk þess sem vinirnir komu upp um hann) en þetta virkaði samt sem svona góðu og klár strákur. Þessi strákur úr líffræðinni er líka svona nörd (á alla vega nördavini) en svo var ég með honum í grúppu þar sem við héldum smá "fyrirlestur" fyrir hvort annað og hann útskýrði ótrúlega vel og skrifaði vel á töfluna og var í flottum bol... þá fannst mér hann ekki vera nörd lengur heldur bara mjög töff og hefði alveg getað orðið skotin í honum! Það er sko alveg rétt það sem sagt er, nördarnir eru bestu strákarnir og hana nú!
Að allt öðru og vonandi ekki alveg jafnasnalegu. ég er loksins búin að kynnast e-m í kúrsinum. Hún heitier Ahmid Mohamed (ef ég man rétt
). Hún kemur frá e-u útlandi. Hún asgði mér alveg hvaðan og ég man að ég ætlaði að kíkja á landakortið þegar ég kæmi heim. Kannaðist alveg við landið en gat ekki staðsett það. Og viti menn, ég er búin að gleyma hvaðan hún kemur1 Hún er samt búin að búa hér síðan hún var 10 ár og talar alveg fullkomna sænsku (ég hélt hún væri fædd hér). Það sama verður nú ekki sagt um alla innflytjendur hér (ég meðtalinn). Mér finnst samt svo merkilegt, hérna í hverfinu mínu búa nokkrur vandræðagemlingar (sems tálu hljólinu mínu í fyrra) sem koma "frá útlöndum". Þeir eru ekkert mjög gamlir kannski svona 10-12 ára og ég efast um að þeir séu nýfluttir hingað. Þeir tala að sjálfsögu sænsku en með sterkum hreim1 Mér finnst það ótrúlega merkilegt! Mamma hansd Jonasar segir að svonba pjökkum finnist svo töff að tala með hreim að þeir geri sér upp hreim! ég skil ekki...
Vá nú er ég heldur betur búin að vera einföld... mér er alveg sama!
Eitt í viðbót! Í heilsukúrinum mínum er stelpa sem er að æfa fótbolta og bauð mér að vera með!... æ, ég er reyndar ekki alveg viss hvort hún var að bjóða mér að vera með en hún var alla vega að bjóða annarri stelpu og ég tgróð mér kannski smá inn... Þetta er víst frekar nýtt lið. Þær unnu 5. deildina og eru því í 4. deild núna. Þær æfa bara 2 sinnum í viku núna og eru að fara að keppa í 7-mannabolta í nóvember. Ég var næstum búin að ákveð að koma á æfingu í dag en svo komum við okkur saman um að ég myndi fyrst koma mér í smáform! Þær voru að klára tímabilið sitt og eru því í toppformi! Ég nenni ómögulega að fá brjálað sjokki í fyrsta skipti sem ég mæti þannig að nú er það bara að koma sér í form! Ætla að mæta þegar þær eru búnar að keppa. Fékk reyndar smá sjokk þegar stelpan sagðist vera fædd 88! Ég vissi ekki að börn fædd 1988 mættu vera í háskóla! ég var byrjuð í skóla þegar þau fæddust!
Jæja, ætla að hætta þessu bulli! Lofa að skrifa meira regluelga, þá cverður þetta ekki svona langt og vonandi ekki alveg jafnasnalegt... trúi því varla a ég sé að fara að senda þetta svona næív og allt það ok búið bless

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Maður má skrifa það sem manni sýnist ;)
Sammála þessu með ´88 börnin...

19 október, 2006 01:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Ööhhh..Ég var byrjuð í skóla þegar þú fæddist barnið gott :oþ
-Bryndís

20 október, 2006 08:19  
Blogger Guðrún said...

ég er í lúðrasveit með manni sem þekkir ekki hlómsveitina "Queen", svo gamall er hann! Slær þig út Bryndís mín ;)
En ætli þú sért ekki bara komin yfir bömmerinn að vera alltaf að eldast... ég er enn ekki búin að sætta mig við það börn, afsakið fólk, meira en 2 árum yngra en ég skuli skilja nokkuð eða vera fært um að gera nokkurn skapaðan hlut ...

20 október, 2006 12:19  

Skrifa ummæli

<< Home