miðvikudagur, október 25, 2006

Enn eitt inntökuprófið

Eins mikið og mig langaði í kór í haust, þá nenni ég varla í þetta inntökupróf sem ég er að fara í í dag. Hundleiðinlegt að fara í inntökupróf kvefaður og svo er svo mikið að gera akkúrat núna að ég sé varla fram á að hafa tíma til að stunda þennan kór... og þar að auki í Malmö :Þ
En ég ætla nú að gera mitt besta (miðað við aðstæður... finn að ég heyri bara hálfa heyrn og myndi helst vilja sitja á meðan ég syng til að eyða ekki of mikilli orku skiljið þið...). ef ég kemst ekki inn verð ég ekkert mjög svekkt og ef ég kemst inn verð e´g bara mjög ánægð með sjálfa mig og bý til smá tíma :)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Og komstu inn eða???

25 október, 2006 21:10  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er hrikalega stoltur af þér Guðrún!
Láttu nú pestina líða úr Þér.

26 október, 2006 12:13  
Blogger Guðrún said...

Veit ekki enn hvort ég komst inn... svona eftir á að hyggja efast ég eiginlega um það... honum fannst ég með svolítið "unga" rödd fyrir kórinn og bað mig meira að segja að syngja sterkar og með meiri stuðningi stundum... ég er yfirleitt beðin um að syngja veikar :Þ en veit alveg að slappleikinn spilaði inní það... kemur í ljós, kemur í ljós :Þ
hugi, ég var að spá í að vera ekkert að losa mig við pestina! það ser svo þægilegt að láta alla vorkenna sér skilurðu ;)

26 október, 2006 13:27  

Skrifa ummæli

<< Home