sunnudagur, október 01, 2006

Úr yndislegri siðmenningunni í algera ómenningu

Úff, ætlaði nú aldrei að koma mér í að skrifa þennan pistil enda langt síðan ég hef skrifað síðast og ýmislegt gerst síðan þá!
Ætla bara að stikla á stóru enda myndi líklegast engin nenna að lesa smáatriðin.
Fyrri partur viku fór í undirbúning fyrir boð á fimmtudeginum og svo var skólinn og vinnan að þvælast fyrir okkur líka og við reyndum að sinna því eftir bestu getu. Afmælisveislan var svo frábær. Góður matur þó ég segi sjáf frá ;) melónubitar vafðir inn í loftþurrkaðaskinku, beikonvafðar döðlur, túnfisk og rækjusalat, melónu og ananasbitar, ostar pestó og vínber, súkkulaðihúðuð jarðaber og döðlur. Mmmmm.
Föstudagurinn fór mest í aumingjaskap hjá mér. Vaknaði reyndar til að færa Jonasi morgunmat í rúmið enda ekki annað hægt þar sem ég hafði fengið sömu trakteringar morguninn áður. Rétt skrapp í skólann til að ná í verkefni sem ég átti að vinna en varði restinni af deginum í algjöru kóma. Hafði gerst svo djörf að drekka 2 rauðvínsglös, ég endurtek TVÖ rauðvínsglös daginn áður... ekkert úthald maður
!
Svo var páversjoppaður alklæðnaður á manninn á hálftíma og borðað sushi í kvöldmat (og ég sem ætlaði að stikla á stóru! Er byrjuð að telja upp allt sem við borðuðum líka!).
Laugardeginum vörðum við í Köben með mömmu og pabba. Við fórum svo um kvöldið á þennan veitingastað. Sá sjónvarpsþátt þar sem fjallað var um veitingastaðinn. hann stóðst fullkomlega væntingar. Eini gallinn er sá að ég brenndi mig á matnum! Það var ekki vegna þess að hann væri of heitur heldur vegna eþss að hann var of kaldur!! Fengum möndlufrauð á milli rétta sem var kælt í fljótandi köfnunarefni (svona ein s og í barnatímanum í gamladaga, uppblásinni blöðru stungið ofan í og uppur kemur skorpnuð blaðra). Okkur var sagt að drífa okkur að borða þetta áður en það bráðnaði. Ég hlýddi og það stóð reykur út um öll vit hjá mér! Það var virkilega þess virði að prófa þennan stað! Mjög góður og skemmtilegur matur, algjör upplifun! Fengum líka alveg fáránlegan fjölda af réttum, ef ég tel allt með voru þeir örugglega yfir 20 en mjög lítið af öllu.
Þetta var hápunktur menningarinnar. Áleið heim náum við svo ómenningunni. Þvíkík vonbrigði að koma heim frá svona fínni Kaupmannahöfn og mæta svo draufullum Svíum, fyrst nokkrum í lestinni milli köben og malmö en þeir voru nú bara skemmtielgir, en liðið sem mætti okkur þegar við vorum á leið í lestina milli mamö og Lundar var mjög óskemmtilegt, draufullt og lestin var viðbjóðslegt eftir þau! Ælut út um allt og að sjálfsögðu tómar og ekki tómar bjórdósir og sull og svínarí út um allt. Glataður endir á annars frábærri "afmælisvertíð".
Nú er það bara kanínufóður í matinn næstu mánuðina til að bæta upp sukk vikunnar!
Komði nóg... fyrir löngu reyndar.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hljómar vel fyrir utan fullu Svíana...

02 október, 2006 14:12  
Blogger Guðrún said...

þetta var líka alveg frábært fyrir utan fullu Svíana... þeir voru ótrúlega lítið spennandi

02 október, 2006 14:18  

Skrifa ummæli

<< Home