þriðjudagur, október 31, 2006

Ósjitt!!

Var að koma af Brahmshljómsveitaræfingu, tónleikar á laugardag og ég gat ekki spilað eina einustu nótu yfir f (veit ekkert hvort það er lítið eða einstrikað eff, bara eff fyrir ofan f-lykilinn, neðst i g-lykli). Það væri svosem ekki svo slæmt nema hvað að þessi Brahms skrifaði fyrstu básúnu fyrir altbásúnu og það er ekki nema svona 10% af nótunum undir þessu tiltekna effi, ergo ég get bara spilað 10% af nótunum mínum og sé ekki fram á að hafa möguleika á að redda því! Heima get ég spilað allt (þó með herkjum) en það fer allt í köku með hljómsveitinni og ég þekki verkið ekki fyrir fimmaura. Próf á föstudaginn og engin tími til að æfa sig... myndi gefa mikið fyrir að geta farið eins og 1,5 ár aftur í tímann, þegar ég var í formi... vá hvað það er langt síðan!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home