miðvikudagur, október 18, 2006

og annað

Mig vantar gott ráð til að fá nágrannana okkar til að hætta aðm setja ruslapoka út á stigaganginn... og geyma þar í 2-3 daga!
Fer ótrúlega í taugarnar á mér! ekki það að mér þyki e-ð gamana ð fara út með ruslið en ef ég nenni ekki þá set ég alla veg ekki pokann svona á stigaganginn, annað hvort hef ég hann bara inni í ruslaskáp eða hef hann fyrir innan dyrnar hjá mér. Það er meira að segja kominn miði á tilkynningatöluna sem bannar að hafa niokkuð á stigaganginum af eldvarnarásætðum. Hef litlar áhyggjur af að pokinn sé fyrir ef maður þarf að flýja út úr húsinu vegna bruna en það er sérstaklega tekið fram með ruslapoka...
Þegar Sigrún var hérna Skildi ég minn ruslapoka eftir fyrir utan hjá þeim. Fékk smá kikk út úr því en samt ekkert svo mikið.
vantar e-r drastískari ráð!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Farðu í hússtjórn...þá geturðu bankað upp á hjá þessu fólki og skipað þeim að fara með ruslið sitt í ruslið!

19 október, 2006 16:28  
Anonymous Nafnlaus said...

ég setti minn ruslapoka alltaf fyrir utan dyrnar, en það var af því að ég var með hund sem var ansi spenntur fyrir ruslinu :) En maður fór nú yfirleitt niður með hann í næsta labbitúr. Ég myndi bara banka hjá þeim, svoleiðis gerir maður alla vega í Danmörku :)

19 október, 2006 22:19  
Blogger Guðrún said...

Æ, hvað þið eruð ferlega praktískar! Mig langar bara til að hrekkja þau :Þ
Jonas er einmitt alltaf að nöldra um að ef þetta fari svona fyrir brjóstið á mér ætti ég bara að banka uppá... alltof fullorðinslegt e-ð ;)

20 október, 2006 12:16  
Blogger Guðrún said...

Hah!
Rétti andinn Sigrún!!
Stakk upp á því við Jonas um daginn og hann fýlaði hugmyndina engan vegin... ég reyndi að færa rök fyrir því með að segja honum að þau hefðu gert svoleiðis í desperat houswifes en það hafði víst bara öfug áhrif á hann...
Já takk fyrir síðast ;)

20 október, 2006 14:31  

Skrifa ummæli

<< Home