föstudagur, október 20, 2006

Kyssuleg

Vaknaði mjög morkin í morgun, druslaðist á fætur og strax aftur í rúmið...
Fór svo á færut um 10, leit í spegil og var svona líka kyssuleg!
Síðasta árið mitt í LHÍ voru varirnar á mér krónískt bólgnar (mjög kyssulegt sko) og ég náttúrulega sannfærð um að það væri út af því að ég var svo duglega að æfa mig :)
Ég var víst dugleg að æfa mig síðasta árið! Held samt ekki að það hafi verið málið, því ég er líka búin að vera svon í haust og þó hef ég ekki snert básúnuna meira en í mesta lagi 1 sinni í viku... held þetta sé bara svona skemmtielgt ofnæmi eða e-ð í þá áttina sem ég virðist fá svona um það leyti sem ég er að verða veik... ákvað alla vega að vera bara skynsöm og vera heima í dag, ætla í staðin að vera dugaleg að læra (bjartsýnina ðdrepa mig svona fyrri part dags)! Er nefnihnlega a-ð fara að vera með í "spexi". það er e-r svona stúdentafíflagangur, hálfgerður söngleikur. Það eru æfingar á hverju kvöldi frá því núna á sunnudag fram að næstu helgi en þá eru sýnigar. Það er eins gott að vera orðin hress því ekki nóg með að ég ætli að spila eins og engill þá ætla ég líka að vera ótrúlega sniðug og skemmtilega og eignast fullt af vinum sem vilja leika við mig og biðja mig um að spila með sér og svona. Þrátt fyrir að ég hafi spilað að meðaltali 2 klukkutíma á mánuði síðasta árið held ég að félagslegi hlutinn verði erfiðari...
En í kvöld er kórpartí/vídjógláp.
Kannski verð ég ofuskynsöm og held mig heima, ef ekki ætla ég pottþétt að setja eldrauðan varalit á mínar kyssulegu varir...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home