mánudagur, október 02, 2006

Afsakið að ég svaf yfir mig, en það var ekki mér að kenna heldur mýflugunni!

Ég náði þó á réttum tíma í skólann en var ansi mygluð :(
Og hvað gerði mýflugan? Jú, var algjörlega óþolandi!
Við fórum að sofa frekar snemma í gær enda ekki vandþörf á eftir ævintýri helarinnar og raunar vikunnar. Það þýðir þó ekki að við höfum sofnað snemma... ég held ég hafi nú e-ð dottað milli 11 og 12 en vaknaði þá við þrumuveður. Svo fór mig að klæja ískyfggilega hér og þar og komst að því að á þessum klukkutíma hafði ég nælt mér í 3 bit! Svo fór ég að heyra þetta óþolandi suð við eyrað á mér reglulega og var alltaf að banda flugunni frá mér (maður sefur lítið við þá iðju). Ég passaði líka vel að fela mig vel undir sænginni svo flugan gæti ekki bitið mig (annars staðar en í andlitið þá...). Loksins gefst Jonas upp, kveikir ljósið og fer á fluguveiðar sem enduðu með einni veiddri og kramdri flugu. Þá andaði ég rólegar og reyndi að leiða hjá mér látin í þrumunum og blossana frá eldingunum. Svo byrjar þetta óþolandi suð aftur!! Sem fyrr bregður Jonas sér á fluguveiðar en verður ekki ágengt í þetta skipit. Loks gefumst við upp og reynum að sofa við suðandi flugu, þrumur og eldingar. Get ekki sagt að ég hafi sofið vel í nótt. Hef þ+o ekki enn fundið fleiri bit en þessi 3 sem verður ða teljast nokkuð gott.

1 Comments:

Blogger Guðrún said...


bara að minna þig á að það er t.d. engin almennileg H&M búð á íslandi... allt spurning um að velja og hafna góða...

03 október, 2006 14:21  

Skrifa ummæli

<< Home