þriðjudagur, október 24, 2006

Ég er að fara til Póllands eftir 3 vikur :)

Hlutirnir gerast hratt hér í Svíþjóð (tjah, eins og á Íslandi en bjóst ekki við því hér). Í síðustu viku var ég ekki í neinu tónlistartengdu nema kór Íslendingafélagsins einu sinni í viku og mætti einstaka sinnum á lúðrasveitaræfingar til að hjálpa til. Núna, er ég í lúðrasveit, sinfóníuhljómsveit og "spexi" og á morgun fer ég í inntökupróf í kór í Malmö. Næstu helgi eru 3 sýningar á spexinu (getur samt verið að ég þurfi ekki að vera á þeim) og helgina á eftir spila ég á tónleikum með bæði lúðrasveitinni og sinfóníuhljómsveitinni. Helgina þar á eftir fer ég til Póllands með sinfóníuhljómsveitinni og þvínæst er árshátíð hljómsveitarinnar og helgina þar á eftir er komið að "fyrstadesballinu" (kórinn... allir Íslendingar á Skáni).
Mér ætti nú ekki að leiðast mikið það sem eftir er árs... verst að ég er ennþá með hita og kvef...
En mikið er ég orðin þreytt á "sænsku Guðrúnu". Sænska Guðrún er nefninlega töluvert ólík þeirri íslensku. Aðalmunurinn er hvað hún er feimin. Svo er hún líka nánast snobbuð og tekst barasta aldrei að segja neitt sniðugt, hún er nú eiginlega bara ekkert fyndin og tekst iðulega að misskilja allt... fór t.d. að þrífa básúnuna mína (!?!) í hléinu á hljómsveitaræfingu í dag því ég meikaði ekki að heilsa upp á fólkið í hljómsveitinni sem var örugglega fínasta fólk! Góðu fréttirnar eru þó þær að sleðinn á básúnunni er nokkuð fínn núna og tilbúinn í átökin!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góð hugmynd Sigrún :)
Ég kannast samt við þessa tilfinningu Guðrún...og það er bara eitt ráð við henni. Prófaðu að hafa með þér nammi á næstu æfingu, það er pottþétt leið til að kynnast fólki OG það er bókað mál að fólki mun líka við þig :D

25 október, 2006 12:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Ha ha hvað varð eiginlega um Guðrúnu litlu systur sem var alveg ófeimin og reddaði hlutunum þegar stóra systir þorði ekki;I!!!

25 október, 2006 13:26  
Blogger Guðrún said...

Þrífa básúnu næsta náunga já... við skulum þá vona að ég erði ekki aftur eina básúnunan :/ Annars sá sem á að spila á bassa básúnu er ágætis vinur minn/kunningi og ég er búin að ákveða að klístra mig fasta við hann á næstu æfingu ;) eini gallinn við hann að hann talar vo hratt og óskírt að það er engu lagi líkt! Kaupa sér vini Ólöf... reyndi það á æfingunni, lánaði einum krónu í sjálfsalann og sagði einmitt e-ð sniðugt um að ég væri að kaupa mér vinil... féll ekkert í of frjóan jarðveg...
Nei hulda magga, skil bara ekkert í þessari feimni minni! Algjörlega óþolandi! Hef valið að kenna kvefi og almennu slappelsi um... mapur heyrir svo illa svona kvefaður... æ eða e-ð...

25 október, 2006 13:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þekki eina sænska Bryndísi sem er líka svona...

25 október, 2006 15:15  

Skrifa ummæli

<< Home