föstudagur, október 20, 2006

Uppgvötun

Verð bara að deila þessu með ykkur.
Hef lengi velt fyrir mer sumu af þessu heilsukjaftaæði, af hverju maður á að velja spelti framyfir hveiti, hrásykur framyfir hvítan o.s.frv. Hef einhvern vegin aldrei beint heyrt nein góð rök nema að þetta og hitt heilsudjótið sé náttúrulegra og hollara... eða e-ð álíka djúpt...
Var í búðinni áðan og skoðaði innihaldslýsinguna á hrásykri og strásykri (rímar haha!). Orkan í 100 var annars vegar 1680 kj og hins vegar 1700 kj. Það er náttla sama sem engin munur! Svo fór ég að hugsa um það sem ég er búin að vera að skrifa í dag fyrir skólann og bingó! Hrásykur er minna unninn en strásykur, þ.e. kolvetnin hafa ekki verið einfölduð jafnmikið og brotin iður=>kolvetnin eru flóknari => þau eru hægari! Og hvað er svona gott við það? Jú, þettaer jafnmikill glúkósi sem fer út í blóðið en líkaminn er lengur að vinna úr því þess vegna fer glúkósinn mikið jafnara út í blóði yfir lengri tíma. Þetta gerir það að verkum að líkaminn vinnur mun betur úr sykrinum og minni líkur á að hann breyti honum strax i fitu og minni líkur á blóðsykurfalli :)
Mikið er ég ótrúlega gáfuð :)
Langar sko til að skrifa heilan heling í viðbót en mér vefst bara tunga um tönn við að skrifa á íslensku :/ verð víst líka að halda áfram með verkefnið...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home