föstudagur, október 27, 2006

Í dag

var gefin út stormviðvörun
Það var hundleiðinlegt veður, rok og rigning og frekar kalt. Ákvað bara að læra heima í dag sem ég og gerði, merkilegt nokk!
Í dag sá ég jins vegar líka 3 manneskjur á stuttbuxum! Hvað er málið!
Fyrst ég er byrjuð að hneykslast á klæðaburði: þa er pönkarastelpa (reyndar slatti af pönkarafólki) með mér í frumulíffræðinni. þessi stelpa var líka með mér í efnafræðinni í fyrra. Hún er með asnalega klippingu og nýjan og nýjan hárlit. Hún er með göt um víð og dreif og gatta hér og þar. Allt í góðu með það. Núna í haust hef ég hana hins vegar grunaða um að hafa fitnað síðan í fyrra! Allt í lagi með það, það ehem, getur víst komið fyrir besta fólk :/
Nema hvað, hún er ennþá í sömu fötum! Núna er hún s.s. í þröngum gallabuxum... númeri of litlum, töff svona stutterma bolum minst einu númeri of litlum (hljóta að hafa hlaupið í þvotti líka!!) og það er hræðilegt! Muffeinsið, eins og hún Bryndís orðar það, flýtur yfir buxnastrenginn og bolirnir ná ekki yfir nafla! Þetta fer alveg sjúklega í taugarnar á mér og ég stari úr mér augun! Var að reyna að sætta mig við þetta um daginn og hugsaði að þetta væri kannski enn eitt pönkarasteitmentið, þíð vitið, ekkert að fela það sem maður hefur eða e-ð... tókst ekki að sannfæra sjálfa mig. Svo var með henni í hóptíma um daginn og hún var ekkert skemmtileg við mig. Ég er búin að ákveða að það er út af því að hún er öfundsjúk yfir því að ég geng í fötum sem passa á mig.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

he he haltu bara þessum stormi og leiðindum í Svíþjóð hér er voða fínt veður núna sól og blíða svo við mæðgur fórum í tveggja tíma gönguferð. Vona að það verði svona veður í næstu viku þegar frænkur hennar koma að heimsækja hana frá Hollandi!!

Ps. Eitthvað minnir mig að sumir hafi stundum verið í númeri of litlum fötum svona í denn;I Ertu ekki bara orðin gömul og gift og hætt að fylgjast með tískunni...

28 október, 2006 19:14  

Skrifa ummæli

<< Home