fimmtudagur, september 21, 2006

Skrímsli!

Ætlaði í sakleysi mínu að pissa í gærkvöldi þegar ég heyrði dynk í baðkerinu í gær. Leit þangað og sá þá STÆRSTU FLUGU SEM ÉG HEF Á ÆFI MINNI S'ÐE... fyrir utan drekaflugur...
Þevílíkt flykki! Þar var þá móðir allra geitunga í öllu síðnu veldi. Ég hrökklaðist út af baðherberginu, löngu búin að gleyma að mér var mál á klósettið og kallaði á Jonas. Hann var álíka hetjulegur og ég og við lokuðum bara baðherberginu og göptum í dágóða stund. Þegar við litum inn aftur var hún horfin! Því miður vissum við allt of vel að hún hafði ekki farið út heldur lægi í leynum einhvers staðar bakvið baðkarið... til að gera langa sögu stutta, var ekki farið á klósettið heima hjá mér nema með fylgd og tannburstar og annað slíkt flutt inn í eldhús. Í morgun hringdum við út um kvippinn og kvappinn og fengum allstaðar að heyra að þetta væri nú minnst mál í heimi o.s.frv. enginn vildi hins vegar gera þetta fyrir okkur :(
Svo eftir smá pepp fórum við vel vopnuð með stórt dagblað og ryksugu inn á baðherbergið og okkur til mikillar "gleði" fundum við drolluna. baðkarið var fært og hún ryksuguð án nokkurra vandræða. Nú er ryksugan hins vegar inni í skáp með teipað fyrir göt og verður ekki notuð næstu dagana. Alltaf gott að hafa afsökun fyrir að ryksuga ekki!
Að öðru með mun minni dramatík. Stelpuhittingur í gærkvöldi þar sem hápunktur kvöldsins var þegar stigið var á viktinasem mælir líka fituprósentu! Ég var að koma úr tíma þar sem fjallað var um offitu og vorum við því mjög sjokkeraðar (alla vega ég) yfir öllum tölum sem við reiknuðum fram þarna um kvöldið :/
Við erum s.s. komnar í keppni-ekki átak heldur keppni! Keppnin felst í að losna við sem hlutfallslega mestu fituna á einum mánuði. ég fór út að skokka með keppinauti í morgun í annað skiptið, engar áhyggjur, ég er búin að sjá við henni með því að ég sendi hana heim með afganginn af kökunni frá hittingnum ;)
Eini gallinn er að á þessum mánuði á ég afmæli, mamma og pabbi koma í heimsókn og það sem er verst af öllu, Sigrún kemur og verður í viku!
En ég skal engu að síður vinna!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sprakk úr hlátri yfir flugusögunni, úff hvað ég er fegin að búa bara á Íslandi þar sem svona hlussuflugur eru sjaldgæfar.
Þú ætlar s.s. að lifa á gulrótum og salatblöðum þennan mánuðinn;I Eru annars einhver verðlaun í boði fyrir þann sem missir mesta fitu? Hvernig vigt er þetta eiginlega, væri alveg til í að prófa að stíga á hana...

21 september, 2006 20:04  
Blogger Guðrún said...

Úff, salat-gulrótakúrinn byrhar vel! Borðaði kebab í kvöldmat!... það var reyndar salat á honum ;)
Viktin sendir að ég held e-a rafstrauma í gegnum mann. Fyrst slær maður inn hæð, aldur og kyn. Treystu mér, þú hefur lítinn áhuga á að stíga á svona gleðispilli :(

21 september, 2006 21:22  
Blogger Guðrún said...

Æ hvað ég er nú glöð að þú ætlir að taka að þér átið :Þ
Hulda Magga stakk upp á að við færum bara út að skokka saman... brjóstaþokan aftur ;)

22 september, 2006 13:31  
Blogger Guðrún said...

og auminginn ég, búin að fara tvisvar út að skokka og ökklinn minn bólginn eftir það :( ekkert mikið en nóg til þess að mig langar ekkert að skokka og það sem verra er, langar lítið að vera í nýju skvísskónum mínum!

25 september, 2006 00:32  

Skrifa ummæli

<< Home