sunnudagur, september 17, 2006

Indælis helgi

Búin að vera dugleg að læra (ekki veitti svosem af). Búin að fara í langan hjólatúr út á land í æðislegu veðri. Er á leið í óvissuferð á bíl með Jonasi á eftir. Fyrst ætla ég að læra aðeins meira.
Var að enda við að skrifa minn fyrsta "frjálsa texta" á sænsku. Hef gert slatta af skýrslum en þar er svo auðvelt að að setja textann bara inn í ákveðið form þar sem ég þarf ekkert að ákveða svo mikið um orðaval. Nú var ég hins vegar að skrifa "ritgerð" um svelti og okkur var ekki gefið nein fyrirmæli önnur en að svara ákveðnum spurningum. Það var alveg ótrúlega erfitt! Lítur örugglega út fyrir að barnaskólkrakki hafi skrifað þetta :( það er ferlega fúlt því ég eyddi sko heljarins helling vinnu í þetta.
Oh, ég enda alltaf á því að nöldra! Alls ekkert ætlunin, ætlaði bara að segja að þetta væri fínsta helgi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home