fimmtudagur, september 14, 2006

skyldublogg

er algjörlega laus við alla "ritlöngun" en verð bara að koma því að, að ég fór á fótboltaleik á þrðijudagskvöldið og það var bara nokkuð mikið fjör... fyrir utan að mínir himinbláu (malmö FF) menn töpuðu fyrir Helsingborg! Þeir hafa víst ekki gert það síðan 1965 eða e-ð í þá áttina... týpískt að þeir skyldu hafa þurft að gera það akkúrat þegar ég fór að horfa...
Svo ég haldi nú áfram í tillkynningunum þá komst ég heldur ekki inn í þennan kór og er ég MJÖG svekkt yfir því! Í fyrsta lagi þurfti ég að hjóla eihns og brjálæðingur nioðureftir því ég var orðin f sein og svo fór ég beint inn að syngja og var án gríns ennþá móð á meðan ég söng... þið getið rétt ímyndað ykkur hvað "Vísur Vatnsendarósur" hjóma vel hjá manneskju sem nær ekki andanum... þrátt fyrir allt varð ég önnur sem gerir mig mjös svekkta því hvað hefði þá gerst hefði ég gert mitt besta?? Það er alla vega alltaf svekkjandi að gera ekki sitt besta...
Svo athugaði ég með söngtíma í n.k. skóla. það kostaði allt of mikið eða 4600 SEK fyrir 14 hálftíma hjá kennara sem ég veit akkúrat ekkert um... það þykir mér ekki góður kostur, borga manneskju 660 á tímann og verða að borga allt þetta fyrirfram án þess að vita nokkuð hvort hún geti kennt! Ætla að fara upp í Malmö muskihögskola og atuhga hvort það séu ekki einhverjir duglegir söngnemendur sem geta hugsað sér að kenna mér fyrir aðeins lægra verð... alla vega að ég þurfi ekki að binda mig svona í 14 tíma!
jæja, skylduni lokið og rúmlega það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home