fimmtudagur, september 07, 2006

hmmm...

ég er alveg viss um að það var eitthvað ógurlega sniðugt sem ég ætlaði að blogga um... man það bara engan veginn.
Get hins vegar "kvartað" örlítið undan kennurnum mínum í frumulíffræðinni: annar skrifar svo illa og er svo fáránlega óskipulagður í því sem hann skrifar á töfluna að glósurnar mínar eru gjörsamlega óskiljandi! Hinn er mjög skipulagður, notar meira að segja fjóra liti (eins og ég:)) en hann krefst þess að við lesum heima! Ósvífni maður!
Jess! Man núna hvað ég ætlaði að tilkynna: ég keypti mér gullskó í gær!! 'otrúlega fínir við fína, litskrúðuga sumarkjólinn minn sem ég ætla að vera í í brúðkaupinu á laugardaginn :) Konan í búðinni var e-ð að röfla um viðhald á skónum (og ég skildi ekki orð...) og endaði svo á að segja:"...eins og með alla þara háhælaða skó" ég beit mig í tunguna svo það skryppui ekki út úr mér a ég ætti nú bara eina aðra háhælaða skó og að það væru meira en fimm ár síðan ég keypti þá!
Annars var ég að panta borð fyrir fjóra, mig, Jonas, mömmu og pabba á þessum veitingastað 30. september :) ég hlakka til :)
Annars er ég á fullu þessa dagana að lesa um svelti! Skammast mín næstum fyrir það að vera svona fáránlega áhugasöm um hvað gerist þegar fólk fer í ungurverkfall, hvað það drepur fólkið endanlega o.s.frv. Það er alla veg mjög praktískt að vera svona vel holdaður ef maður ætlar í hungurverkfall, þá hefur maður alla vega einhverju að brenna ;)
Úff, fáránlegt að enda á að tala fyrst um voða fínan veitingastað og svo svelti :/
það verður að hafa það!
takk och hej leverpastej!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ systir góð,
bið rosa vel að heilsa Markus og Marie (hvernig sem það er skrifað)! Og gangi þér vel að spila...
iss það hlýtur annars að ganga vel, þú verður nú einu sinni í gullskóm svo ef það klikkar einhver nóta þá bara læturðu skína í skóna og allir gleyma feilnótunni!

07 september, 2006 18:38  
Blogger Guðrún said...

Ég skila kveðjunni til Marcus og Marie :) ég ætla rétt að vona að gullskórnir sjáist þaðan sem ég spila, veitir ekkert af smá extra glans ;)

07 september, 2006 23:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er algjörlega nauðsynlegt að eiga gullskó ;)

08 september, 2006 00:14  

Skrifa ummæli

<< Home