föstudagur, september 01, 2006

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ HREFNA!!

Og ég sem ætlaði að halda upp á það með stæl, fara á opnun á súkkulaðiverksmiðju! Það er svosem ekki öll von úti enn, en ég hef ekki hugmynd um hvar eða hvnær þessi opnun er! Á auglýsingunni sem ég sá stóð bara að það væri í dag og inngangur hliðina á Wibeberga eða e-ð í þá áttina... ég veit ekkert hvar það er :(
Annars er ég ein heima um helgina. jonas verður í Stokkhólmi að steggja bróður sinn.
Fyrsti skóladagurinn var í dag. Það var ekki svo slæmt, frí samloka í hádeginu og allt ;)
Það var ekki sagt eitt einasta orð um kúrsinn, bara talað alvmennt um raungreina (eða náttúrugreina) stofnanirnar. ég varð mjög innspíreruð og sá fram á að geta klárað b.s. sem þau kalla kandidatsexamen næsta vor, s.s. ekki núna í vor heldur næsta vor. ég gæti meira að segja klárað örlítið fyrr eða tekið aðeins fleiri einingar ef ég geri svo kallað einstaingsverkefni núna í sumar! Veit eiginelga engan veginn út á hvað þetta verkefni gengur, nema að það gefur 15 ECT sem þýðir ca 8 vikur sem þýðir að það eru alla vega 4 vikur eftir af sumrinu þó ég geri þetta :)
Yndislegt að sjá fyruir endan á einvherju! Ekki það að e´g ætli ekki í marster líka, þá er þetta þó alla vega fyrsti áfangi.
Það er mikið rætt um svokallað "Bolognakerfi" í skólanum. Það er s.s. verið að alþjóðavæða alla háskóla í Evrópu, þetta bachelor-masterdæmi eins og það er á íslandi. Það var líka verið að tala um einkunnagjöf en í þeim áföngum sem ég hef tekið er hægt að fá 3 einkunnir: ekkistaðist, staðist og staðist vel. Þegar kennarinn fór að tala um mjög flókið og skrýtið einkunnakerfi sem væri þannig að það væri hægt að fá ólíkar falleinkunnir hélt ég að salurinn myndi rifna úr hlátri! ég varð eiginlega mjög móðguð og var næstum staðinn upp til að verja íslenska einkunnagjafarsýstemið... en ég nennti því nú samt engan veginn (var samt búin að undirbúa ræðu í huganum að það væri nú gott að sjá hvort maður hefði verið nálægt því að ná eða ekki og svo útskýra hvað það væri yfirmáta hentugt að einkunnin færi eftir hversu mörg prósent þú hefðir svarað rétt...).
Eftir að hafa snætt hádegisverð ásamt samnemendum mínum (sem ræddu um að maður gæti nú alveg sleppt því að kaupa bækurnar þaer sem það væri farið svo ýtarlega í þetta í tímum og heftið gætu þau ekki pínt mann til að kaupa, þetta hlyti nú að vera allt á netinu!) hjólaði ég heim í góða veðrinu.


Guðrún- sem ætlar alla vega að borða súkkulaði í tilefni dagsins :)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ systir góð, það er naumast að verið er að plana... þú getur líka tekið helmingi fleiri einkunnir og klárað þetta bara á næsta ári;) Stundum best að flýta sér hægt sko og njóta þess líka smá að vera í skóla...

Litla frænka biður að heilsa!

01 september, 2006 18:26  
Blogger Guðrún said...

Einkunnir, þú meinar einingar (ein komin inn í brjóstagjafaþokuna ;))
Ég er löngu bújin að njóta þess að vera í skóla, nú er kominn tími til að rumpa þessu af! Annars talaði ég við eina innfædda í dag ;Þ
ég bið að heilsa litlu frænku til baka.

01 september, 2006 18:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála Sigrúnu :) Ekki það að ég sé sérstaklega vel að mér í skýjum akkúrat af þessu tagi...
Og takk fyrir afmælisóskina í titlinum!

03 september, 2006 19:37  

Skrifa ummæli

<< Home