mánudagur, september 11, 2006

einu brúðkaupi og 29 mýbitum síðar...

...er ég dauðþreytt og viðþolslaus af kláða!
En helgin var engu að síður mjög góð.
keyrðum upp til Hunnebostrand sem er norður af Gautaborg. Miðað við veðrið sem er búið að vera undanfarið á skáni, reiknaði ég ekki með neinu nema hugsanlega peysuveðri. Var þar af leiðandi ekki með neitt með mér nema gallabuxur og svartan síerma bol... það var hins vegar sólskin og hiti allan tímann!
Jábbs, allt gekk vel og stóðst væntingar, nema þá helst gullskórnir sem voru í fyrsta lag svo óþægilegir að ég endaði í sandölum eftir borðhaldið. Þá höfðu skórnir his vegar þegar tekið qað missa glansinn og farnir að flagna1 þeim verður sko skilað við fyrsta tækifæri!... eða þegar Jonas hefur tíma til að fara með mér því ég er svo mikill kjúlli að ég kann ekki að kvart :Þ
En ég spilaði hins vegar eins og engill :) allir mjög ánægðir með mig, organistinn átti varla orð yfir því hvað ég væri nú flink og með fallegan tón og ég hef bara aldrei á æfinni fengið jafnmikið hrós frá viðstöddum. svo ég baðaði mig í sviðsljósinu allt kvöldið og meira að segja morguninn eftir líka :) það var gaman :)
Annars er alveg æðislegt að spila í svona stórri sæknskri viðarkirkju, það hef ég aldrei gert áður. Hlómurinn var svo mjúkur og fallegur og passaði básúnunni fullkomlega. Ég hef ekki tölu á því fólki sem kom til mín og sagðist sko aldrei hafa hugsað um básúnu áður sem sólóhljóðfæri og hvað það hafi verið yfir sig hrifið af þessari samsetningu, básúna og orgel.
ekki kvarta ég... nema þá yfir organistanum sem var víst búið a mæla sérstaklega með og væri alveg í sérklassa. Hann var svo hálfglataður (eða heilglataður) þó þetta hafi nú svosem alveg reddast fyrir rest og allir mjög ánægðir svo ég er hætt við að kvarta...
Ég er hins vegar að fara í kórinntökupróf númer tvö þessa önnina. í þetta skipti ein staða laus og tíu að sækja um. Ég fór hins vegar í smá rannsóknarvinnu með hinn kórinn og bara saman þá sem boðið var í inntökupróf í fyrra (átti meil síðan þá) og þeir sem eru skráðir meðlimir í kórinn á heimasíðunni hjá kórnum. Þar sé ég að ekki einn einasti af þeim sem boðaðir voru í inntökupróf eftir hefðbundnum leiðum hafði komist inn! Þó veit ég að einni stelpu var hleypt inn og þá vantaði alla vega tenóra... þessi ljóti klíkuskapur er sko alls staðar! ég ætla sko að fylgjast grannt með þegar nýr listi með meðlimum kemur upp hvort einhver af þeim sem voru í inntökuprófinu með mér hafi verið hleypt inn. Heyrði t.d. í einum þrusugóðum bassa með mikla reynslu (en enga klíku) sem hefur sko alveg átt skilið að komast inn... en ég er ekkert (svo) bitur sko ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home