föstudagur, september 22, 2006

Skósagan

Ég hef alveg gleymt að uppfæra gullskósöguna!
Keypti s.s. þessa ljómandi fínu gullskó. Tvístei svolítið hvort ég ætti að taka 28 eða 39 en 38 varð fyrir valinu þó þeir væru ögn þröngir. Fór í þeim í brúkaupið, lifði athöfnina af en fór svo nánast að gráta þegar við áttum að ganga niður að bryggju með brúðhjónunum! Jonas fór á undan til baka og náði í mig á bílnum svo slæmt var það! Hafði í staðin fyrir að ganga þá til bara dáðst af þeim :/
Þnnig að ég var eins lítið og mögulegt var í skónum yfir kvöldið. Svo þegar ég kem heim sé ég hins vegar að skórnir eru orðinr mjög ljótir! Orðnir "krumpaiðr" og gullið meira að segja farið að flagna af!
ég fór svo loksins og skilaði þeim í dag. Fékk aðra sko í staðin
, líka svolítið gyllta en þó ekki eins, þessir eru dömulegri og brúnir líka... alla vega mjög flottir! Aftur tvísteig ég hvort ég ætti að velja 38 eða 39 og viti menn, ág lærði akkúrat ekkert af reynslunni og keypti aftur 38!! Þessir skór verða hins vegar gengnir til takk fyrir!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ææ Guðrún mín þú verður nú að fara að læra.... ef ekki að þá mun ég haldast sá gáfaðasti hér um slóðir

23 september, 2006 20:54  

Skrifa ummæli

<< Home