föstudagur, september 22, 2006

Búin

í fyrsta frumulíffræðiprófinu af þremur. gekk ágætlega þannig séð... var vel lesin og miðað við það gekk mér illa :Þ
Þessi "orð" eru alltaf að þvælast fyrir mér! Það var spurt endalaust um "ef þessi oghin lífvera er svona og hinsegin, hvaða hópi tilheyrir hún þá?"
ég vissi alltaf nákvæmlega hvað þau voru að tala um, meira að segja hvar þetta stóð í glósunum mínum og í hvaða lit (meira að segja númer hvað spurningin var í spurningaheftinu stunduM!) en mér var alveg fyrirmunað að muna nöfnin! Tókst að böglast fram úr því mesta eftir mikið hugastríð en klikkaði samt á endingunum á slatta. FotoTROFA, kemoorganoTROFA o.s.frv. búin að finna leið til að muna þetta núna (bara fullseint) "trofa" er örugglega
dregið af sögninni "að finna" eða "trouve" á frönsku og væntanlega e-ð svipað á latínu... þar hafðið þið það :(
En ég hef samt engar áhyggjur af því að hafa ekki náð.
Ég er sem betur fer búin að vera algjörlega laus við pirrandi geitunga í sumar. Hugsaði þetta einmitt með mér sama dag og ég fann hlussugeitunginn. Síða þá hef ég einu sinni orðið fyrir áreiti geitungs (Jonas hetja sló hann frá mér, enda fullur a hetjumóð eftir afrekið með hlussuna. ég húðskammaði hann en hannsagði að maðurætti að gera svona. Hann getur þá gert það þegar ég er ekki nálægt!) og í morgun lenti ég í árekstri við eins og tvo. Þeir flugu á andlitið á mér þegar ég var að hjóla í skólann! Frekar óhugnalegt. ég var hálfkvefuð að hjóla upp brekku og þurfti þar af leiðandi á lofti að halda (var s.s. með opinn munninn) en sem betur fer flugu þeir ekki upp í mig! ég sleppti því bara að að anda það sem eftir var leiðar :/
Jæja, indælis veður hér ennþá, á víst að haldast yfir helgina en svo er sumarið búið (og vitið þið hvað, ég held það sé bara ekkert plat, held það standist bara) þannig það er um að gera að nota þessa síðustu daga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home