mánudagur, september 04, 2006

Huhund...

já, hvað haldið þið? Blaut eða fúl?
Í dag: hundblaut
Þvíhílík rigning á leiðinni heim úr skólanum í dag! Hélt ég myndi verða úti. Annars var bara mjög skemmtilegt í skólanum í dag. Fyrir hádegi var ég í fyrirlsetri í frumulíffræði sem var ágætt, fyndinn týpa þessi fyrirlesari, minnti örlítið á Rikka tónlistarsögukennara...
Eftir hádegi var svo "kost energi och hälsa". Kúrsinn er uppbyggður á svokölluðu problem based learning og það var eiginelga bara mjög gaman! Ég var sko ekkert að drepasty úr hógværð get ég sagt ykkur... beit þó í tunguna á mér nokkru sinnum svo hinir fengju líka að komast að ;)
Kúrsinn lofar góðu. Fyrst er alltaf klukkutíma fyrirlestur og svo er tvegga klst hópavinna þar sem við ræðum vandamálið sem var sett fyrir okkur á mjög svo agaðan og skipulagðan hátt með ritara (sem var ég í þetta skiptið) og "fundarstjóra" (sem var ekki ég... þó ég hefði glöð tekið það að mér líka ;)). Út úr þessari vinnu komu svo enn fleiri spurningar sem við sökkvum okkur yfir heima og skilum inn fyrir næsta hitting. Það er engin eignleg "lestrarbók" þó mælt hafi verið með einni svo það er bara að grúska svolítið. Þetta finnst mér mjög skemmtilegt þar sem mér finnst efnið mjög áhugavert en ég yrði alveg geðveik ef mér finndist efnið óáhugavert... efast samt um að fólk fari í svona valkúrs nema það hafi áhuga...
Annar se ég búin að ákveða að vera best, skemmtilegust og áhugasömust í þessum kúrsi því mig langar mikið til að gera e-ð skemmtilegt verkefni hjá þessum kennara í sumar :)

í gær: hundfúl
Komst s.s. ekki inn í kórinn sem ég var í inntökuprófi fyrir. gekk samt nokkuð vel í inntökuprófinu. eftir prófið var ég svo spurð spjörunum úr með dagsetningar, hvort ég kæmist þennan og hinn daginn og svo væru tónleikar þarna... og svo fæ ég einnar líu bréf þar sem stendur: Hæ Guðrún því miður komstu ekki inn, ok bæ" Eða u.þ.b. þannig... Pínulítill svekkur þar get ég sagt ykkur! Svona eftir á að pæla er ég að spá í hvort "inntökuoprófstæknin" mín sé ekki að virka... verð alltaf svo utan við mig í inntökuprófum að ég man eiginelga ekkert hvað gerðist þegar ég er búin í prófinu. m an reyndar mjög vel eftir að hafa sagt að ég væri eiginelga mezzosópran en gæti svosem alveg sungið alt. Þau prófuðu svo raddsviðið og ég komst leikandi létt upp á c en nákvæmlega ekkert niður... svolítið pínlegt og kolm mér sko heilmikið á óvart! Hver segir svo að röddin í manni lækki með aldrinum??
En ég lagðist í rannsóknarvinnu í gær og sendi meil á 3 kóra held ég og spurði hvort þeir vildu mig. Fékk svar frá einum strax í gær að það væri inntökupróf á mánudaginn eftir viku og ég væri ein af ca 10 stelpum að sækja um eina 1. sópranstöðu í kórnum, það var eina "stelpustaðan" á lausu. 10% líkur eru svosem ágætar...
Fékk svo svör frá hinum 2 kórunum í dag, annar sagði að það væri nú ansi fullt hjá þeim en ég ætti endilega samt að hringja í kórstjórann (jakk erfitt!) og hinn kórinn var öllu formlegri og sendi mér staðlað bréf með eyðublaði til að fylla í og æfingaprógrammi... verð að viðurkenna að mér finnst sá kór lítið spennandi og þar að auki í Malmö.
Held ég tjekki samt á þessu öllu saman því ég meika ekki annan tónlistarlausan vetur!
Bassabásúnuleikarinn í sinfóníuhljómsveitinni sem ég spilaði aðeins með í fyrravetur er í frumulíffræðikúrsinum sem ég er í, hann agði að því miður væri engin hættur eða alvarlega slasaður í básúnudeildinni núna. Það þótti mér að sjálfsögðu miður.

Að lokum, fyrir Huldu Möggu ;)

Í heilsukúrsinum í dag sýndi hann okkur hvaða aðrir kúrsar um næringarfræði og því tengt eru í boði. Þetta eru 3 þriggja eininga kúrsar í viðbót semég gæti þá tekið einn í hverjum annarfjórðung svona með aukalega. Svo 10 eininga verkefni í sumar og þá á ég eftir 26 einingar. ekki nóg með það, heldur á ég 10 einingar í tónlist inni í "kerfinu" sem þýðir að í raun þarf ég bara 16 einingar næsta vetur til að klára! svo er nátla hægt að taka þetta enn lengra og láta meta e-ð af tónlistarnáminu frá Íslandi og þá get ég nú bara klárað í sumar!!
Góðar pælingar ha ;)
Annars eru þetta nú bara fantasíur, hingað til hefur akkúrat ekkert gengið svona smurt fyrir sig hérna í Svíþjóð svo ég ætla nú ekkert að gera mér of miklar vonir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fúli kór! Þau vita ekki af hverju þau eru að missa.
Sammála þessu með PBLið, það er ótrúlega sniðugt kennsluform. Ætli fari samt ekki aðeins minna fyrir mér en þér í svoleiðis tímum ;)
Og... Ég varð líka hundblaut á leiðinni heim úr skólanum, það er líklega í tísku...:þ

04 september, 2006 19:59  

Skrifa ummæli

<< Home