miðvikudagur, apríl 05, 2006

Í dag

er ég ríkur í dag mun ég gefa... mér finnst þetta skemmtilegt lag :) vissuð þið að höfundur ljóðsins er lyfjafræðingur? Líklegast ekki... eitt af þessum fróðleik sem veltur upp úr pápa...
en annars ætlaði ég nú alls ekkert að tala um pabba minn eða aðra lyfjafræðinga, ´g ætlaði nú bara að tala um sjálfa mig!
Í dg er ég nefninlega búin að vera mjög dugelg!
Svaf til 10 (dugleg)
Borðaði morgunmat, hádegismat og súkkulaði (dugleg)
Lærði slatta (dugleg)
lagaði uppþvottavélina (dugleg... þó það hafi nú víst verið ég sem "bilaði" hana líka)
setti slatta í uppþvottavélina (óhótrúlega dugleg)
horfði á sjónvarpið (dugleg)
truflaði Jonas bara örfáu sinnum með að hringja til hans í vinnuna (dugleg)
fann menntaskólaeinkunnirnar mínar... eftir samtal við Jonas þar sem ég lofaði að héðan í frá vita hvar ég geymi þær (dugleg)

... og dagurinn er sko ekki búin enn!
Stefni á frekari námssigra og að laga kvöldmat og að fara í ræktina! Hver veit nema ég taki mig líka til og klári það sem ég var byrjuð á, súkkulaðinu s.s.

Vissuð þið að í dökku súkkulaði (70%) sem ég herf hingaði til haldið fram að sé nánast holt, er 50% fita!!! Mig langar í raun ekkert að vita hvað er í mjólkursúkkulaði og hvað þá hinu íslenska Nóarjómasúkkulaði!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það hefur nú löngum verið ljóst að þú ert hinn mesti dugnaðarforkur...
KVEDJA GUDNY FIDLA

06 apríl, 2006 12:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Gat stærðfræðingurinn í Sigrúnu ekki hamið sig;)?!
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég forðast efnafræði, stærðfræði og svoleiðis eins og heitan eldinn-maður kemst bara að alls konar einhverju sem maður hafði engan áhuga á að vita og skemmir bara ánægjuna;)

En alla vega þú varst greinilega voða dugleg í gær! Annað en hún systir þín sem tók sér frí úr vinnu til að læra en gerði svo um það bil allt annað en það:/

06 apríl, 2006 15:31  
Blogger Guðrún said...

70% stenddur fyrir kakóinnihaldið... það þýðir hins vegar að það er töluverð fita í kakói/kakóbaunum, og ég sem hélt þær væru bara hið hollasta grænmeti :Þ
Annars er páskaeggja súkkulaði örugglega ekki nema með svona 30-40% kakóinnihald... það þýðir miklumeiri sykur og rjómi og svoleiðis gúmmelaði

06 apríl, 2006 16:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Dökkt súkkulaði er mjög hollt, heyrði einhvern tíma að það hefði ljómandi áhrif á bæði blóðþrýsting og kólesteról ;)

06 apríl, 2006 18:34  

Skrifa ummæli

<< Home