fimmtudagur, apríl 13, 2006

Páskipásk

Þeir nálgast víst...
Bróðir Jonasar, kærasta og barn eru á leið frá Stokkhólmi til að vera hér "fyrir sunnan" yfir páskana (haha, það hefur víst ekki sömu merkingu hér og á Íslandi að segja "fyrir sunan") . Við erum síðustu daga búin að vera að taka til, setja upp myndir sem við ætluðum að vera löngu búin að gera, taka upp úr síðustu flutningakössunum, raða í bókahillur o.s.frv. Ekki nóg með að þau séu á leið hingað, heldur er öll fjölskyldan hans að koma hingað í páksamat hingað á morgun. Það verða bara ansi margir get ég sagt ykkur. Við erum sko búin að vera lengi að spá og spögúlera hvernig við eigum að koma öllum fyrir, kaupa diska sem uppá vantaði, fá lánaða stóla og borð. Vorum að máta dúka í dag og við komumst að því mér til mikillar skelfingar að guðshátíðasparidúkurinn (sem hefur bæ ðe vei aldrei verið notaður!) okkar, keyptur í Króatíu, passar bara ekkert á borðið okkar! Það kom mér ekkert á óvart að hann passaði ekki á borðið fyrir 14 manns en hann sleppur í mesta lagi fyrir 6 og er eiginlega ekki nógu breiður fyrir borðið yfir höfuð :(
En við púslum einhverju saman fyrir morgundaginn svosem.
Annars eru páskarnir svolítið fyndið fyrirbæri hér í Svíþjóð, þeir eru nánast kópía af jólunum matarlega séð... og jólamatarvenjuranr eru líka nokkuð sérstakar... Málið er að á jólnum og páskunum og sennilega bara alltaf þegar e-ð mikið stendur til, er bóðið upp á hlaðborð. Á þessu hlaðborði eru litlar pylsur, kjötbollur, síld, egg, brauð og örugglega heljarins hellingur meir sem ég man ekki og veit ekki. Gallinn er sá að mér finnst þetta bara alls ekkert hátíðlegt! Kosturinn er hins vegar sá að þá getur fólk auðveldelga skipt með sér verefnum ;) það þykir mér bara alveg þess virði þegar boðið er heima hjá okkur alla vega ;)
Á laugardag ætlum við svo að hafa öllu íslenskari páska með íslensku lambalæri og Íslendingum :)
Og á páskadag? veit ekki, verðum örugglega og þreytt til að geta hugsað yfir höfuð, vona bara að það verði afgangur af lambalærinu eða opið á sushistaðnum niðri í bæ.
Smá skóla update: ég þarf að fara í menntaskólaeðlisfræðipróf 29. apríl til að eiga séns á að komast inn í líftækniprógrammið svo páskafríið sem átti að fara í stærðfræðiupprifjun fyrir próf 24. apríl hefur farið í eðlisfræðilærdóm... eða tilraun til þess... mér finnst þetta ekkert skemmtilegra án Möggu minnar valíum... víst ekki hægt að kenna henni um...
Hætt að bulla!

Guðrún

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilega páska og bið að heilsa Jónasi og fjölskyldu!
Assgoti gott að vera bara á Fróni og fá páskamat hjá mömmu og pabba;)

Vona að þér takist að brúna kartöflurnar sómasamlega á laugardaginn!!

kv stóra systir

14 apríl, 2006 14:53  

Skrifa ummæli

<< Home