laugardagur, apríl 08, 2006

í dag

í dag fékk ég ágætis áminningu um af hverju ég er ekki með í neinni stúdentalúðrasveit...
ég og Jonas vorum að rölta niðri í bæ þegarvið heyrum allt í einu óm af tónlist en þó aðalega bassatrommuslátt. Þegar við komum að torginu sáum við að önnur að aðalstúdentahljómsveitunum var að spila. Ég náttúrulega byrja á að skoða básúnuleikarana. Eonn þeirra var með hárkollu með svörtu og rauðu garni, litir lúðrasveitarinnar. Hann stóð úti á enda og var eiginlega fyrir utan lúðrasveitina, hann var eldrauður í framan af áreynslu því hann var í samkeppni við alla lúðrasveitina... um hver gæti framkallað meiri hávaða og mest af tímanum vann hann... ekki það að það hafi ekki verið fleiri þarna sem lögðu sig fram... svo þegar þetta "lag" var búið (ein af þessum yndislegu lúðrasveitarsyrpum samansett úr vinsælum popplögum, líklegast útsett af e-m úr lúðrasveitinni) var komið að básúnunum að fá virkilega að njóta sín. Þær komu allar framfyrir og stilltu básúnum upp fyrir framan sig. svo byrjuðu þau að snúa básúnum í hringi í takt við tónlistina, snúa básúnunum í hringi og jafnvel kasta þeim upp í loftið!! Þarna voru þau að fíflast með hljóðfærin og ég bara svitnaði af stressi! Að sjálfsögðu datt stillibaulan af hjá einum af básúnuleikurun en það lét hann svosem lítið á sig fá... nei, svona vitleysu neita ég að taka þátt í takk fyrir... spurning hvort ég sé bara orðin gömul kerling... mér var alla vega ekkert skemmt af þessum vitleysislátum.
Að öðru, ráðgátan um Sören er leyst! Sören er meðlimur í hvítasunusöfnuðinum í Lundi! Hann var s.s. að biðja Jonas um að vera tæknimaður í útvarpssendingu hvítasunnusafnaðarins núna í kvöld sem þýðir að ég er ein heima. Náðum samt alveg að borða kvöldmat áður en hann fór. Borðuðum feita hamborgara me beikoni og alles, tvö stykki hvor takk fyrir. En ég bjó til sósu úr LÉTTkotasælu svo það er allt í lagi þó það hafi verið smá beikon á hamborgararanum... gleymdi ég nokkuð að minnast á að við borðuðum beikon og egg í morgun?? Hollt og gott í dag já.
En nú ætla ég að horfa á e-a gamla mynd með Hugh Grant og borða súkkulaðiköku mmmmm...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að það sé bara eins gott að ég var ekki þarna, ég veit ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði séð svona meðferð á hljóðfærum!!!

09 apríl, 2006 19:10  
Blogger Guðrún said...

hefði samt viljað hafa e-n sem skildi kvöl mína, Jonasi fannst þetta í mesta lagi asnalegt og varla það! Hafði bara enga samúð með mér...

10 apríl, 2006 00:08  

Skrifa ummæli

<< Home