föstudagur, apríl 28, 2006

Pirr!

Eðlisfræðipróf á morgun og enn hef ég ekkert heyrt frá ákveðnum eðisfræðikennara. Sendi meil fyrir rúmri viku og ekki heyrt neitt! Ég þoli ekki þegar maður sendir fólki fyrirspurn eða annað slíkt og fær bara engin svör! maður veit ekkert hvort það taki bara svona langan tíma að svara, manneskjan, geti ekki/vilji ekki svara eða hafi einfaldlega ekki fengið póstinn. Þetta er í annað skipti sem þetta gerist þegar ég er að reyna að redda þessari blessaðri eðlisfræði og hef haft samband við MH í gegnum tövupóst. Jújú, ég hef líka hringt og fengið þær upplýsingar að allt sé á netinu hjá þeim eða menntaskólaráðuneytinu (ekki beint um verklega hlutann heldur allur kúrsinn). Æi, ég ætla ekki að skrifa annað langt kvörtunarblogg þó mig langi til þess... mér finnst MH ekki kúl skóli í augnablikinu.

1 Comments:

Blogger Guðrún said...

ég er ekkert að nota LU-kerfið neitt, er bara að senda kennurum á Íslandi... s.s. búin ða senda 2 kennurum meil núna og bað vinsamlegasst um að fá svar um hvort skilaboðin væru móttekin í seinna meilinu og hef ekki fengið svar um það ennþá... vinalegt!

03 maí, 2006 00:26  

Skrifa ummæli

<< Home