þriðjudagur, apríl 25, 2006

Úff

ég þurfti nú að hafa minnstar áhyggjur af hugsanlegum veikindum eða ofnæmi... þurfti hins vegar að hafa meiri áhyggjur af því hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að því að drattast úr sporunum eftir fyrsta korterið! Þá vorum við s.s. búnar að hita svolítið upp (erfitt en ég lét mig hafa það) og gera hræðilegar styrktaræfingar! Þetta var mjög einfalt, taka stór skref og láta hnéð næstum snerta jörðu (u.þ.b. þannig) og svo gera "froskahopp" og spretta til baka. ég var mjög dugleg og samviskusöm í fyrstu umferð af TÍU! Eftir þessa samviskusömu umferð voru lærin á mér tveir stórir grjóthnullungar og ég er viss um að ef ég hefði tekið e-ð snögglega á hefði ég einfaldela slitið e-ð. Eftir það svindlaði ég í hvert skipti sem þjálfarinn leit undan, nei maður þroskast víst aldrei uppúr því ;)
Þetta voru mjög yndælar stelpur sem tóku margar hverjar í höndina á mér og sögðu mér hvað þær hétu, þar á meðal ein íslensk. Það voru bara tvær stelpur sem spurðu mig hvað ég væri gömul. Þessar stelpur oru báðar 14! Á leiðinni heim var ég að reyna að rifja upp hverjar hefðu verið 10 árum eldri en ég þegar ég byrjaði í meistaraflokk. Man það nú ekki mjög vel en það sem ég man var að þær voru svo miklar kellingar að það var nú bara engu líkt! ég get bara ekki verið ein af þeim núna?!?!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Alveg pottþétt ekki! Við erum svo ungar og sætar :)

26 apríl, 2006 00:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Sko jú við erum orðnar að algerum kellingum... og ég skil ekki af hverju maður kemur sér sjálfviljugur í svona aðstöðu að maður fer að svindla á þjálfurum/kennurum.
Még datt til dæmis í hug að fara í dönskutíma í háskólanum í Freiburg og það voru sko þvílík mistök vægast sagt og mér leið alveg eins og þú lýsir...
En þú átt eftir að halda þetta út og komast í þrusu form ég hef trú á þér!!!!!
Kv Guðný Þóra

26 apríl, 2006 12:42  

Skrifa ummæli

<< Home