þriðjudagur, apríl 18, 2006

Páskarnir búnir

og ekki kvarta ég!
Hef bara aldrei verið jafnuppgefin eftir páskafrí!
Samtals buðum við þrisvar sinnum í mat sem urðu samtals 27 manns. Það tók nú bara töluvert á get ég sagt ykkur.
Þetta varð líka til þess að ég er farin að meta sænskan hátíðarmat betur. Það er bara ekki hægt að bera saman undirbúning fyrir sænskt matarboð og íslenskt! Þetta sænska er mest hægt að undirbúa fyrirfrm og það er ekki mikið sem þarf að gera svona á síðustu stundu, en þvílík vinna við að elda lamalaæri, brúna kartöflur, gera sósu o.s.frv. eftir kúnstarinnar reglum og taka á móti gestum sem voru reyndar allir viljugir að hjálpa, ég hafði bara engan vegin við í að skipa fyrir, ég var allt of rugluð sjálf! Annars voru bæði bóðin mjög vel hepnuð og mjög gaman! Það íslenska stóð heldur lengur en þó ekkert svo lengi. Barnafólkið fór nokkuð fljótt eftir matinn þar sem sú stutta byrjaði að kvarta, Kaupmannahafnarbúarnir fóru heldur ekki mjög seint því þeir ætluðu í lestina. Ásgeir gisti svo á sófanum þar sem bróðir Jonasar of fjölskylda vrou líka hér. Hann vaknaði svo ásamt barnafólkinu nauðugur viljugur klukkan háfníu...
Á páskadag var okkur svo boðið í mat og spil hjá Birnu móursystur og fjölskyldu. Maturinn var góður og ég og Jonas unnum actionary/pictionari í bæði skiptin sem var að sjálfsögðu öllu mikilvægara ;)
Á annan í páskum fór svo bróðir Jonasar og fjölskylda og í fyrsta skipti í laangan tíma vorum við ein heima hjá okkur. Við nutum þess í botn í svona háfltíma en þá ákvað Jonas að fara að hjálpa múttunni sinni að pakka! Ég ákvað að vera heima og læra... svaf fyrir framan sjónvarpið yfir samtals 3 myndum. Svo kom öll strollan heim til okkar og við elduðum í sameiningu fyrir fólkið sem var s.s. síðasta matarboðið í páskaseríunni. ég var MJÖÖÖG glöð í gærkvöldi þegar við Jonas vorum loksins orðin ein :) horfðum á bíómynd og fórum að sofa. ég var hins vegar ekkert sérstaklega hress í morgun þegar ég átti ða fara í skólann... "snúsaði" í klukkutíma og álvað svo bara að sofa. Enda þótt við höfum ekki þurft að vakna með litlu frænkunni þá hefur hún nú ekkert verið sérstaklega lágvær svona á morgnana og ekki fórum við sérstakelga snemma að sofa um páskana... svo ég svaf til hádegis og sé bara ekkert eftir því! Vyrja bara í skólanum á morgun.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Letidýr og skrópari!
En þú ert s.s. líklega búin að ákveða að fara ekki útí veitingarekstur eftir páskaboðin?!

20 apríl, 2006 13:38  

Skrifa ummæli

<< Home