mánudagur, apríl 10, 2006

Helv. leigufyrirtæki!

Ákvað að skella í eins og eina vél áðan meðfram því að ég sit sveitt og læri menntaskólaeðlisfræði. Hleyp niður tröppur, út og yfir í kjallarann í næsta húsi þar sem þvottavélarnar eru, kíki á töfluna og sé að það hefur engin pantað svo ég dembi rúmfötunum og handklæðunum bara í 2 vélar og fer upp að halda áfram að læra, ekki mikið mál, mesta lgi 5 mínútur. Skokka svo aftur niður tæpum klukkutíma síaðr til að skella í þurrkarann, ekki mikið má sko! Þegar ég kem niður er svo búiða taka þvottinn úr vélinni og á þvottavélinni stendur: Það er lokað í þvottahúsinu í dag til kl 16!! Við vorum að afkalka véarnar og þar sem þú varst að þvo g´tum við ekki skolað vélarnar. Afkölkunar efnið hefur ertandi áhrif á fötin, við berum enga ábyrgð á ónýtum fötum þínum!
Ég var nú ekkert sérstaklega sátt við þetta, þó pínu skömmustuleg fyrir ða hafa ekki tjekka-ð betur á þessu áður en ég skellti í vélina.. .leit í kringum mig og sá bara hvergi hvernig ég hefði átt að vita að þau hefðu ákveðið
að hafa lokað í dag! Mikið rétt, engin miðið í þvottahúsinu og ég fékk engan miða sendan heim til mín...
Ég þurfti s.s. að dröslast aftur upp með rennblautan þvottinn minn og er búin að vera að dunda mér við að skola úr þessu öllu saman í baðkarinu.
Fyrst ég er nú byrjuð á að tala illa um leigufyrirtækið þá er eins gott að halda áfram, hamra járnið og allt það...
Við fengum bréf um daginn um að það stæði til að endurnýja sturtuhausana okkar. Gaman gaman, nýr sturtuhaus. Ekki það að mér hafi e-ð fundist að þeim gamla, en nýr getur þó ekki skaðað. Á miðanum stóð líka að ef maður væri ekki heima á tilteknum tíma þá vinsamlegast læsið ekki "öryggislásnum" (þeir eru s.s. með lykil af öðrum lásnum þannig að ef maður læsir ekki öryggislásnum þá komast þeir inn). Ég átti ekki að mæta í skólann þann daginn svo ég leyfði mér þann lúxus að sofa til 9. og skellti mér þá í sturtu. E-ð sagði mér að sturtumennirnir gætu nú möguelga komið á þessum tíma svo ég lokaði nú inn á bað og læsti. Svo þegarég er í mestu makindum ií sturtu, ´rett komin inn, er bankað harkalega á baðherbergishurðina. Mér brá nú smá en gat svosem ímyndað mér að það væru sturtumennirnir. Svo ég vippa mér fram á handklæði svo blessaðir mennirnir kæmust nú að... mér finnst nú samt allt í lagi að hringja dyrabjöllunni svo þegar fólk "kemur í heimsókn" og mér hefði líka bara þótt allt í lagi að fara í næstu íbúð á meðan ég var í sturtu, það var ekki eins og ég hefði e-ð hugað mér að vera lengi. En pointið með sögunni var hins vegar annað, þessir nýju fínu sturtuhausar eru ömurlegir! Það ser svo lítill kraftur á þeim að mér er alltaf kalt í sturtu! Þegar við vorum að kaupa upp hálfa búðina í gær skoðuðum við líka sturtuhausa. Þá fattaði Jonas að blessað leigufyrirtækið hafði keypt vatssparandi sturtuhausa, er það nú! En við sáum við þeim! Maður þurfti bara að fjarlægja lítið plaststykki og nú er okkar sturta sko ekkert vatssparandi, gott á þá!!

Guðrún í baráttuhug!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home