sunnudagur, apríl 09, 2006

Rannsókn

Ég fórnaði sjálfri mér og maka í vísindalegri könnun um helgina. Ég kannaði áhrif næringar á líkamsstarfsemina.
Við borðuðum s.s. bara óhöllan mat og sykur og þar að auki mjög óreglulega alla helgina... niðurstaðan er sú að það er tvímælalaust tenging á milli matarræðis og líkmalegri líðan, er drulluslöpp núna í kvöld. Held ég fá miér bara hafragraut í morgunmat á morgun og lamennielgan hádegis og kvöldmat og ávöxt á milli mála.

Annar uppgvötuðum við "annað IKEA" í dag. Fórum í "Obs" sem er verslunarmiðstöð fyrir utan Lund. Inni í matvöruversluninni þar kennir ýmissa grasa, allt frá sturtuklefum og barketi yfir í garðhúsgögn ogljós... og að sjálfsögðu matur. Hagkaup hvað?

Annars held ég að það sé kominn tími til að fara upp í rúm og leysa sudoku... féll líka fyrir þeim um helgina, búin að berjast lengi á móti.

Ég er hins vegar komin í páwskafrí og ætla ekki að vakna fyrr en í fyrsta lagi 9 :) Mín bíður hins vegar grútleiðinleg menntaskólaeðlisfræði :( ég er búin að reyna allt en það virðist ekki vera hægt að fara neinar krókaleiðir framhjá því að til að læra náttúrufræðigreynar í hákóla í Svíþjóð verður þú að vera útskrifaður af eðlisfræðibraut takk fyrir, græðir ekkert á náttúrufræðibrautinni :Þ
En nú er ég hætt, lofa!

Guðrún með málæði

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home