fimmtudagur, apríl 20, 2006

Bráðum kemur betri tíð...

með blóm í haga
sæta lánga sumardaga
þá er gaman að trítla um tún og tölta á engi
einkum fyrir únga dreingi


Gleðilegt sumar allir saman!

Varúð langloka dauðans!... megið samt endilega lesa, vorkenna mér og leysa úr þessu...
Annars er ekkert sérstakt sumarveður hér í dag þó síðustu daga hafi lofað góðu...
ég er ennþá dauðþreytt (og löt) eftir páskafríið og get ekki beðið eftir sumrinu!
Skólamálin eru enn eina ferðina í klessu... þannig er mál með vexti að ég er útskrifuð af náttúrufræðibraut frá Íslandi, "því það er svo praktískt og lokar ekki á neinar leiðir"
. hafið þið ekki ienhvern tíman heyrt þetta???
Hér í Svíþjóð er þetta því miður engan veginn satt!! Til að eiga möguleika á að komast inn í nokkuð prógramm tengt raunvísindum, allt frá líffræði upp í verkfræði og eðlisfræði, þarft þú að vera útskrifaður af eðlisfræibraut! Skrítið eða hvað? Jú, sá snillingur sem "þýddi" íslenska einingakerfið yfir á það sænska "þýddi" eðlisfræði B (sænska kerfið) sem 12 einingar í eðlisfræði sem samsvara 4 áföngum í eðlisfræði úr MH sem þýðir eðlisfræðibraut... til að komast inn í ALLAR raungreinar, þá meina ég ALLAR þarft þú að hafa lokið eðlisfræði B. Hinar greinarnar hafa mismunandi aðrar kröfur, þær kröfur uppylli ég hins vegar allar og rúmlega það! Ég er t.d. bæði búin að læra meiri stærðfræði og efnafræði en hægt er að læra samkvæmt sænska kerfinu. Þetta taldi ég bara nokkuð góð rök fyrir því í haust að ég fengi undanþáug þegar ég byrjaði að læra í haus, en nei, aldeilis ekki!! Í Svíþjóð eru reglur nefninela aldrei sveigðar get ég sagt þér! Ég fékk hins vegar náðasamlegast að byrja í fyrsta kúrinum í efnafræði ef ég tæki eðlisfræðina samhliða. Það að fá að taka blessaða eðlisfræðina er hins vegar ekki heldur svo auðsótt...það var til þess að þegar fyrsta efnafræðiáfanganum lauk var ég ekki búin að því. Þá var mér hins vegar sagt að ef ég kæmi með pappíra frá Íslandi um hvað ég hefði lært væri möguleiki fyrir mig að fá eðlisfræðina metna, þrufti bara að fara með pappírana til námsráðgjafa í eðlisfræðideildinni. Auðvelt eða hvað? Eftir þúsund ímeil og símhringingar hingað og þangað (allir benda á hvorn annan en þó aðalega" þetta er allt á netinu"kjaftæði) fæ ég sendan ómerkilegan blaðsnepil á ensku um hvað eðlisfræðikúrsarnir innihalda í MJÖG stuttu máli. Hálf vonlítil fer ég með pappírana til námsráðgjafans sem eftir mínútu umhugsun hringir í námsrágjann í efnafræðideildinni og segir þetta í fínu lagi!! Nú allt í einu eru allir líbó! Þá er hins vegar kúrsinn meira en hálfnaður svo ég fékk að bíða þar til eftir jól. Í þessu fríi sem einkenndkist af leti og básúnuspili fór ég að hugsa hvað ég vildi gera næsta vetur og komst að þeirri ni'urstöðu að ég vildi fara í líftækni í Tækniháskólanum. ég er orðin það sjóuð i sænska kerfinu ða ég áttaði mig á því að þier í Tækniháskólanum gætu alveg tekið upp á því að taka ekkert mark á námsráðgjafanum í eðlisfræðideild háskólans. Þess vegna tala ég við þá þar og sendi þeim gögnin mín. Svo líður og bíður og í mars hringi ég og spyr hvernig gengur, jú, þá höfðu þeir komist að því að því miður væri eðlisfræðikunnáttunni ábótavant og of seint að bæta úr því í sumar. Svo eftir rúma viku er ég að fara í eðlisfræðipróf úr menntaskólanámsefni. Viðurkenni að ég er ekki viss um að ég hafi lært allt þetta áður en nánast allt samt! en bíðið þið róleg, ekki allt búið enn! Ég fæ ekki einkunn úr eðlisfræðinni fyrr en ég er búin að gera átta verklegar æfingar. Þessar verklegu æfingar býst ég við að þurfa að grátbiðja "komvux" (ölungardeild Lundar) að fá að gera. Getið rétt ímyndað ykkur hvað ég er spennt yfir því... hinn möguleikinn er að fá sendar upplýsingar um hvaða tilraunir ég hef gert á Íslandi og vona að það séu sömu tilraunir o þau gera hér, þá slepp ég og fæ einkunn. Nú er ég s.s. að bíða eftir svar frá eðlisfræðikennaranum mínum úr menntaskóla, vona að hún svari sem fyrst... eða bara svari yfir höfuð (megið endilega ýta á eftir henni, kennarar í MH!)!
Mér fynnst þetta bara hálfsúrrealísktískt og alveg út í hött! Mér er skapi næst að senda forseta Íslands og Svíakonungi bréf og biðja þá að leysa úr þessu... einhverjar betri hugmyndir??

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nú ljóta bullið, það er ekki eins og þessir tveir eðlisfræðiáfangar sem þú tókst ekki séu eitthvað merkilegir... Ég held að ég hafi lært flest sem var farið í þar aftur í efnafræði í klásus!
Gangi þér vel með þetta!

20 apríl, 2006 20:20  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er og Margrét Björnsdóttir erum nú ekki alveg bestu buddies í heimi, því miður.

23 apríl, 2006 21:34  
Anonymous Nafnlaus said...

guðrún, talaðu við Markús Mána...hann er með Möggu í vasanum!

24 apríl, 2006 17:43  
Blogger Guðrún said...

Úff, ég og Magga erum nú engir bestu vinir heldur... tala samt frekar við hana en Markús Mána! Er e-ð á milli þeirra ;)

25 apríl, 2006 21:30  

Skrifa ummæli

<< Home