fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Draumur

mig dreymdi að ég hefði uppgvötað (vá en skrýtið orð! hlýtur bara að vear vitlaust skrifað!) íslenska stelpu í skólanum. Hún var meira að segja að hjálpa mér og allt. Því miður vaknaði ég áður en ég gat platað hana til að koma í kórinn og saumaklúbbinn...
Talandi um saumaklúbb. ég er í rosalegum saumaklúbbhérna úti þar sem er saumað og prjónað í alvörunni. Í kvöld ætlum við reyndar í Karókí :) Anna Sigga, doktorsnemi í stjarneðlisfræði er nefninlega algjört tölvusjení og er búin að hlaða niður u.þ.b. 1000 karókílögum af netinu því að síuðast þegar við hittumst og vorum að spila (og drekka rauðvín) varð ég alveg æst í að finna karókíbar og slá í gegn! Ég hefði öruggelga farið niður í bæ og leitað ef klukkan hefði ekki verið 2... í Svíþjóð... ágæt...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Yebb, rétt hjá þér að þetta er vitlaust skrifað:) V-ið á vitlausum stað: Uppgötvað á það að vera!

Nú hvað segirðu ertu farin að prjóna, en gaman ég bíð þá bara spennt eftir peysu já og húfa og vettlingar væru vel þegnir líka bara svona í ágúst;) væri fínt.

Ps. þú komst upp um þig með blogginu skrópari!!

23 febrúar, 2006 12:51  
Blogger Guðrún said...

Karókí í sumar og hana nú! Ég ætla ð verða fastagestur á Ölveri, allir eiga eftir að þekkja mig sem fullu stelpuna sem er alltaf að reyna að táldraga karlmenn til að syngja Summer love úr Greas sér ;)

24 febrúar, 2006 13:53  
Blogger Guðrún said...

eða við getum nátla tekið eitt nett karókí á Google talk ;)

24 febrúar, 2006 13:54  

Skrifa ummæli

<< Home