sunnudagur, febrúar 19, 2006

Stærðfræði 1 alfa

Talandi um heimalærdóm...
Ég er s.s. í stærðfræðikúrs núna, nánar tiltekið stærðfræði 1 alfa. Þeir sem þekkja mig úr menntskóla ættu að muna eftir fullyrðingum tengdum stærðfræði, jafnvel e-ð á þá leið að ég myndi ALDREI fara aftur í stærðfræði eftir stæ 603. ég hafði víst rangt fyrir mér. Ekki nóg með að ég sé að taka þennan eina kúrs, heldur lítur út fyrir að ég þurfi að taka a.m.k. 3 í viðbót næstu 3 árin!
Þessi byrjaði svosem ágætlega, ég var í stríðsham og meira að segja búin að undirbúa mig aðeins, lofaði sjálfri mér að læra alltaf heima, vinna 8 tíma á dag. Fyrstu 2 vikurnar voru pís off keik, ég gat reiknað hvert einasta dæmi og var þúsund sinnum gáfaðri en allir þessir treggáfuðu Svíar. Svo hætti stærðfræðin að snúast um þáttun á annars stigs jöfnum (sem ég lærði í gagnfræðaskóla) og þá voru nú góð ráð dýr... mér finnst bara hundleiðinlegt í stærðfræði!
Ein áskorun til þín Sigrún: stærðfræðifyrirlestur sem freistar mín meira en rúmið mitt.

Guðrún skrópari

ekki alveg búin: Fyrir "nokkru síðan" lærði ég á básúnu. Ég var ekki dugleg að æfa mig og fannst reyndar frekar leiðinlegt að æfa mig. Núna þegar ég er formlega "hætt" að læra á básúnu hlakka ég til að æfa mig og geri það á hverjum degi (æfa mig sko, ekkert dónalegt við það!). Spurning hvort ég ætti að prófa að hætta í stærðfræðinni og sjá hvort ég verði duglegri að reikna við það ;)

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Af því ég er stóra systir verð ég bara að segja þér að ég er hrædd um að það virki ekki eins með básúnuna og stærðfræðina... face it stærðfræðin verður ekki skemmtilegri þó þú hættir í henni:(!! Verður bara að þrauka.

kveðja frá stóru systur sem sagðist heldur aldrei aftur ætla í stærðfræði eftir Menntó og stóð við það fyrir utan tvo skylduáfanga í "Methoden en Technieken" sem voru DREPLEIÐINLEGIR

20 febrúar, 2006 14:56  
Blogger Guðrún said...

Gleðispillir!

20 febrúar, 2006 15:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Veit ekki hvort ég á að viðurkenna að ég er sammála Huldu Möggu... Mér finnst stærðfræði reyndar ekkert leiðninleg sko en held samt að þú myndir ekki fara að reikna helling af dæmum þér til skemmtunar þó þú myndir hætta :/ Nema mögulega ef þú ættir að fara í þrjá básunutíma á dag í staðinn og æfa þig helling fyrir hvern þeirra...?

20 febrúar, 2006 17:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Sama hérna megin... Sem betur fer ekki nema 100 ár eftir...

21 febrúar, 2006 12:40  
Blogger Guðrún said...

Uss! Ég hefði betur sett þessa röksemdafærslu upp í jöfnu og sannað að það borgaði sig að hætta í stærðfræðinni!!
En enagr áhyggjur, hafði aldrei hugsað mér að hætta, ég er svo leiðinlega samviskusöm þegar allt kemur til alls!

21 febrúar, 2006 13:16  
Anonymous Nafnlaus said...

Það þyrfti alla vega að vera helv... góð jafna til að sannfæra Sigrúnu og Hrefnu;)
en hefði líklega ekki þurft mjög flókna jöfnu til að sannfæra mig, ætli ég myndi hvort eð er skilja hana:)

21 febrúar, 2006 14:48  

Skrifa ummæli

<< Home