sunnudagur, febrúar 26, 2006

Sunnudagsmorgun

vaknaði um hálfellefu og borðaði morgunmat með Jonasi sem samanstóð af swiss miss og baguette med smjöri og hjortronsultu (hef ekki hugmynd um hvað hjortron eru á íslensku, þetta eru alla vega gul bet og ekkert mjög sæt) og ab-mjólk (sem heitir reyndar a-súrmjólk hér) með frosnum jarðaberjum og all-bran. Svo fór Jonas í kirkjuna og ég aftur upp í rúm með tölvuna. Yndislegt líf :)
Annars ætla ég líka að nota tækifærið og hvarta örlítið:"það er komið virkilega fínt veður hérna (alla vega í bili) algjört vorveður, fer bráðum að leggja vetrarúlpunni og er búin að leggja húfu og vettlingum!" þetta skrifaði systir mín mér í gær frá ÍSlandi. Svo sit ég hér í vetrarkuldanum allt annað en sátt við það get ég sagt ykkur! Jonas var búinn að lofa mér að hér kæmi vorið miklu fyrr, svindl! svo þegar ég kem í mars er eins gott að það verði vorveður hjá ykkur og hana nú!!
Búin að kvarta.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ systir góð,
vona að þú hafir það gott uppi í rúmi með tölvunni þinni:) Fer Jónas í kirkju á hverjum sunnudegi?
Við vorum í innflutningspartýi hjá Sigga frænda í gær og enduðum í singstar-svaka stuð. Carlton á 3 singstar diska og allir göluðu bara með sínu nefi! Veit ekki hvort litli brósi sé kominn með bloggið þitt en alla vega hann og Siggi voru þokkalega þeir laglausustu, Guðmundur þó aðeins skárri en Siggi en honum tókst að vera tone deaf einu sinni en GS var held ég alltaf amateur:)
Dóra var því miður farin á næturvakt annars hefði hún nú líklega slegið í gegn;)

Jæja ég er farin aftur að læra, eins gott að vinna aðeins í mínu verkefni áður en ég fer að hjálpa GS með ljóðaritgerð (hjælp)

26 febrúar, 2006 14:32  
Anonymous Nafnlaus said...

Það verður örugglega kominn vetur aftur í mars... ;)

26 febrúar, 2006 15:00  

Skrifa ummæli

<< Home