sunnudagur, febrúar 26, 2006

Stóðst ekki freistinugna...

og tók þátt í þessum leik hjá Önnu frænku... sem er bara alls ekkert frænka mín heldur Hrefnu og var með okkur í MH...
Og kæru vinir og vandamenn, nú er komið að ykkur ;)
Ps: ekki vera feimin, ég tók þátt í þessum leik hjá manneskju sem ég hef hitt einu sinni eftir að ég hætti í MH!

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Finnst þér ég áhugaverður einstaklingur?
5. Myndirðu þola að hlusta á mig tala í einn sólarhring samfleytt?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Munt þú setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?


3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm, það er reyndar algjört prinsip hjá mér að taka ekki þátt í svona vitleysu en af því þú ert nú einu sinni systir mín og af því ég nenni ekki að byrja að læra þá læt ég vaða...
1.Ég er stóra systir þín
2.Já ég veit ekki betur
3.Fyrir rúmum 24 árum þó þú munir nú örugglega ekki eftir því
4.Já
5.Heilan sólarhring! Úff nei, ég þarf minn svefn
6.Gudda budda, eina sem mér datt í hug og minnir að ég hafi stundum sagt þetta til að stríða þér þegar þú varst lítil
7.shit hvað þetta eru erfiðar spurningar, þú veist hvað ég er hugmyndasnauð. Tónlistarfrík
8.Ekkert alltof vel, þú lást þarna lítil, rauð og krumpuð og orgaðir
9.Nei þú ert hvorki rauð né krumpuð lengur og alveg hætt að orga svona yfirleitt:)
10.Góður eftirréttur;) Gúmmilaðisúkkulaðikaka með ís t.d.
11.Mastersgráðu svo þú gætir hætt að vera í skóla og farið að gera eitthvað skemmtilegt
12.Bara nokkuð vel held ég
13.Í janúar 2006
14.Já
15.Neibbs á ekkert blogg

26 febrúar, 2006 14:47  
Blogger Guðrún said...

Oh, ég væri sko meira en lítið til í eina gefins mastersgráð!... er ekki alltaf verið að bjóða manni það á netinu? Kannski maður tjekki ...;)

26 febrúar, 2006 15:38  
Anonymous Nafnlaus said...

1. Anna frænka með meiru :o)
2. Jaaa sonna kunningjavinkonur.
3. Í MH. Fyrir 100 árum :o)
4. Jábbs.
5. Nei, ekki ef þú myndir ekki nenna að hlusta á mig!
6. Guðrún vinkona. Því þú ert vinkona :o)
7. Skemmtileg.
8. Bara vel.
9. Já.
10. MH og blásturshjóðfæri :o)
11. Mastersgráðu.
12. Bara sonna... lala.
13. Já í Smáró.
14. Nope.
15. Þegar búin :o)

26 febrúar, 2006 18:45  

Skrifa ummæli

<< Home