þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Kór Íslendingafélagsins í Lundi

Og þar með er nýjabrumið horfið af blogginu...
Er búin að byrja á þúsund bloggum en hætti alltaf við... kannski ætti maður að hætta að blogga og athuga hvort maður verði e-ð duglegri að blogga við það... djók! (bara svona til að fyribyggja allan misskilning þið jarðbundna raunsæja stærðfræðivinafólk...)
En það er kóræfing í kvöld.
Hef alltaf átt erfitt með að syngja í öðrum kórum en Halmrhlið eftir ða ég hætti þar, maður er svo góðu vanur sko ;)
Mér finnst reyndar ekkert svo erfitt að syngja í þessum kór svosem, hanne r það lítill að það er ekkert hægt að æra mann. Svo syngur engin alvarlega falskt svosem en mér finnst líka ákveðin áskorun fólgin í því ða sitja hliðina á falska fólkinu og reyna að snúa því úr villu síns vegar ;)
svo fæ ég líka að stjórna stundum (eins og í kvöld) og það er gaman, þá ræð ég, öllu :)
Stundum er það reyndar ekkert rosalega gaman svona eins og þegar ég er ekkert búin að undirbúa mig og er veik og ætla að æfa fuglinn í fjörunni sem er eitt af leiðinlegri lögum sem ég þekki og svo voru nóturnar svo illa skrifaðar að ég var alltaf að spila vitlaust! Pínlegt!
En í kvöld tek ég þetta með trompi! Búin að æfa mig á píanóið og ákveða upphitunaræfingar og allt!

Guðrún


Ps. ég er að kenna stráki hérna úti á píanó, í alvöru, það er satt!!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það finnst mér mjög fyndið... ;)Ekki það að ég sé að gera lítið úr hæfileikum þínum sem píanókennara, bara doldið langt síðan ég hef orðið vitni að píanóiðkun þinni :)

21 febrúar, 2006 19:11  
Blogger Guðrún said...

pældu í því að e-r skuli borga mér fyrir að kenna á píanó! Reyndar er ég meira að hjálpa honum að komast í gegnum nóturnar (s.s. syngja og stappa fyrir hann) og margbúin aðsegja við hann að e´g geti sko ekekrt spilað þetta ;)

21 febrúar, 2006 23:08  
Anonymous Nafnlaus said...

Svoleiðis :) Ég veit vel að þú getur sungið og stappað!

22 febrúar, 2006 02:27  

Skrifa ummæli

<< Home