miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Svínkalt!

Það er komið vor í Svíþjóð... þ.e.a.s. ef maður er Íslendingur og situr inni í hlýjunni og horfir út um gluggann.
Sól, logn og nánast engin snjór, hlýtur ða þýða vor. Svo labbaði ég hring í kringum skólann til að reyna að vakna fyrir síðustu lotuna og mér tókst svosem að vakna. Fór s.s. út bara í peysunni, það var jú svo fallegt veður. Þegar ég var hálfnuð og sólin falin á bakvið hús leist mér nú ekkert á blikuna. Álíka langt að labba til baka eins og að klára hringinn svo ég hljóp bara afganginn (þ.e.a.s. ekki alveg alla leið því ég varð náttúrulega að halda kúlinu fyrir framan skólafélagana). Ég var glaðvakandi og hætt við að það væri komið vor. Svo þegarég hjólaði heim áðan nísti kuldinn alveg inn að beini. Svínkalt eins og þeir segja í Svíþjóð.

1 Comments:

Blogger Guðrún said...

mér þykir leitt að brjóta niður "íslenska stoltið" en fullkomið maíveður á Íslandi er ekki alveg eins og fullkomið maíveður á Skáni... fullkomið maíveður á skáni er eins og fullkomin sumardagur á Íslandi og hana nú! Annars er ég frekar svekkt yfir veðrinu hér, Jonas var búin að lofa mér vori u.þ.b. núna... þetta er kannski eins og með kengúrurnar og engispretturnar eða hvernig sem þetta var nú í brandaranum...

24 febrúar, 2006 13:56  

Skrifa ummæli

<< Home