miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Hvað ætla ég að verða?

Ég er dugleg að koma með yfirlýsingar. T.d. um hvað ég ætla að verða (þegar ég verð stór). Ég er líka dugleg að skipta um skoðun. Í dag: "ég ætla að verða matvælafræðingur (B.s. í líftækni og vonandi lifi ég af að taka master í matvælafræði...) og básúnuleikari"
Í gær (eftir kóræfingu): "ég ætla að verða matvælafræðingur(B.s. í líftækni og vonandi lifi ég af að taka master í matvælafræði...), básúnuleikari og hugsanlega kórstjóri"
Fyrir nokkrum vikum: "ég ætla að verða matvælafræðingur (B.s. í líftækni með fullt af vali í matvælafræði og svo alþjóðlegan master í matvælafræði) og kannski spila í e-i áhugamannahljómsveit"
September 2005:"Ég ætla að verða matvælafræðingur (með toppeinkunn í öllu, minnst 8 tíma lærdómur á dag og engin miskunn) og ég ætla sko aldrei að spila aftur á þessa básúnu"
Maí 2005:"ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að verða en það er á hreinu að ég ætla alla vega ekki að verða neitt sem hefur e-ð að gera með tónlist á nokkurn hátt!"
Ég get haldi endalaust áfram. Það fyrsta sem ég man eftir að hafa ætlað mér var að verða fótboltaþjálfari.
ég skipti oft um skoðun...


Guðrún sem elskar fiðrildi... og er fiðrildi?

2 Comments:

Blogger Guðrún said...

nákvæmlega, hver veit? alla vega ekki ég ;)

22 febrúar, 2006 21:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Guðrún fiðrildi :)

23 febrúar, 2006 00:18  

Skrifa ummæli

<< Home