þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Bolla...önnur tilraun

Nú fyrst er ég orðin alvöru bloggari, Blogger er farin að stríða mér og neita að birta færslur og týna þeim svo...
Alla vega þá missti ég af bolludeginum í gær, mundi eftir honum á sunnudeginum en ákvað að gleyma honum bara aftur, Jonas gæti nú bara nartað í mig ef hann langaði í bollu ;)
Hérna í Svíþjóð er heldur ekki hægt að kaupa bollur bara semlur. Það eru gerdeigsbollur með rjóma og marsipani á milli og flórsykri ofan á. Þessi flórsykur er ekki alveg nógu góð hugmynd. fékk að reyna það þegar ég hitti tengdamóður mína í fyrsta skipti Hún bauð einmitt upp á semlur. Ég, náttúrulega ákveðin í að sýna hvað ég væri vel upp alin og reyni að fá mér bita af þessari stóru rjómabollu á sem smekklegasta hátt (n.b. engin diskur eða servétta!), nema hvað, að í öllum "hamagangnum" í að reyna að vera pen þá verður mér á að anda út í gegnum nefið um leið og ég tek fyrsta bitann og viti menn, ég blæs flórsykrinum yfir mig alla. Pínlegt!

Guðrún

ps: önnur kvörtun(ekki það að hin hafi borið árangur, það er kaldara núna en í byrjun janúar): Kæru lesendur: ykkur er hér með uppálagt að skrifa fleiri athugasemdir (t.d. við leikinn skemmtielega, ég er forvitin :))

Pps: þarna snéri ég á Blogger, nákvæmlega sama færsla og hann stal nema kannski betri ;)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Við fengum bollur hjá mömmu og pabba á sunnudaginn:)
Na na na na na... annars ég á það alveg inni, missti af bolludeginum ein 7 ár í röð!
Það er soldið kalt á Fróni í dag líka.

01 mars, 2006 12:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha .. kannast við vandamálið! Ég hef tekið "lokið" af semlunni og notað það eins og skeið. Þ.e.a.s. maður grefur upp rjóman og mandelmarsan með því og borðar það fyrst og þá er ekker mál að borða restina :-) Svo las ég það um daginn að það er rétta leiðin til að borða semlu.

Lycka till nästa gång du träffar din svärmor över semla!

16 febrúar, 2007 11:40  

Skrifa ummæli

<< Home