þriðjudagur, febrúar 21, 2006

kóræfingu rústað

bara að láta vita að ég rústaði kóræfingunni! Þurfti meira að segja að inmpróvisera þegar manneskjan sem tók að sér ljósritun nótna mætti ekki. Þetta hljómaði nú bara þrusuvel (viðurkenni að standardinn hefur lækkað "örlítið" hjá mér) og ég er ekki frá því að það hafi jafnvel stundum verið hlustað á mig!

Guðrún kórharðstjóri

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ertu ekki búin að segja kórfélögunum bloggið þitt??! Er ekki frá því að einhver gæti nebblega móðgast við ummælum þínum um kórinn;)
En annars, ertu hætt að skrifa tölvupóst síðan þú byrjaðir að blogga? ;(

kv stóra systir sem fílar líka bara gamaldags tölvupóst

22 febrúar, 2006 12:22  
Blogger Guðrún said...

var að senda þér póst í gær góða! fékk hann reyndar aftur til baka því ég sleppti einum staf í póstfanginu þínu... en búin að senda þér aftur. Svo tæknilega séð sendi ég þér póst í dag og í gær!
Hef nú ekkert verið að auglýsa þessa bloggsíðu neitt einmitt af því að ég vil geta skrifað það sem mér sýnist! Og svo var ég ekkert móðgandi! Hefði t.d. alveg getað farið að telja upp hverjir væru falskir o.s.frv. ;)

22 febrúar, 2006 12:43  

Skrifa ummæli

<< Home