laugardagur, febrúar 18, 2006

júróvisjón

Það er tvöfalt Júróvisjón í kvöld!!
Að sjálfsögðu það íslenska en líka það sænska. Mér datt náttúrulega ekki í hug að horfa á það sænska (þó það sé nú töluvert einfaldara og krefjist ekki verkfræðikunnáttu til að stinga öllum snúrum á réttan stað) en þá benti Jonas mér góðfúslega á það að við byggjum jú í Svíþjóð... hann man nefninlega ekki til þess að við höfum nokkurn tíman horft á sænska Júróvisjónið á Íslandi...
en hvað sem öllu líður þá á ég örugglega ekki eftir ða horfa á neitt Júróvisjón í kvöld, við erum nefninlega að bjóða fólki í mat og það eru litlar íkur til þess að þetta fólk viti nokkuð að Júróvisjón er í kvöld og helmingur fólksins veit örugglega ekki hvað Júróvisjón er! Strákurinn er s.s. frá Kosovo en hefur búið í Svíþjóð lengi svo hann hlýtur nú að kannast við Júróvisjón en stelpan er í heimsókn hérna frá Japan... ég man ekki til þess að Japan taki þátt í Júróvisjón ;)
En ég ætla alla vega pottþétt að horfa á Júróvisjón í síðasta lagi á morgun og hana nú!
Fyndið hvað maður verður e-ð gallharður á hlutum eins og júróvisjón þegar maður flytur af klakanum, ég er búin að horfa á allar forkeppnirnar líka! Ég man ekki eftir að hafa fylgst svona nákvæmlega með þessi áður... nema þá kannski þegar Sókrates vann (sem var sko uppáhaldslagið mitt ekki þessi Sólarsamba þó það væri lítið stelpa að syngja það).
Vá, þetta var fyrsta alvöru bloggið mitt, skrítið.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með bloggið :) Ég hefði nú frekar viljað sjá þig á www.livejournal.is :) það er svo skemmtilegt vinakerfi þar !
Skemmtu þér vel í matarboðinu í kvöld :) þú horfir þá bara á eurovision á morgun á ruv.is ;)

18 febrúar, 2006 18:58  
Anonymous Nafnlaus said...

æi meinti livejournal.com sorrý :)

18 febrúar, 2006 18:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að lesa um þig :) Já, ég gleymi örugglega aldrei Júrovisjón kvöldinu okkar í Amsterdam í den!

19 febrúar, 2006 22:50  
Blogger Guðrún said...

Þessir helv. Svíar ;)

19 febrúar, 2006 23:50  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, ég braut líka odd á oflæti mínu og las bloggið þitt;) Les nebblega ekki blogg þú skilur!
Hvernig leist þér svo á Sylvíu Nótt? Er íslenska lagið ekki örugglega betri en það sænska??

20 febrúar, 2006 14:49  
Blogger Guðrún said...

Hæ systir góð!
Það var víst bara undankeppnin sem byrjaði síðasta laugardag hér í Svíþjóð og ég var nú ekkert að eyða orku í að hlusta á hana ;) en það er náttúrulega alveg á hreinu að íslenska lagið er betra en það sænska!

20 febrúar, 2006 15:24  

Skrifa ummæli

<< Home