sunnudagur, febrúar 19, 2006

Til hamingju Ísland

stóðst bara ekki freistninguna, varð bara að horfa. Eftir mikla tæknilega örðugleika tókst okkur loksins að horfa á júróvisjónið. Frábært að geta horft á það svona, geta bara hoppað yfir auglýsingarnar, leiðinleg lög og vandræðalegu biðina. Var reyndar ekkert brjálæðislega sátt við valið. Jújú, Silvía mátti alveg vinna enda góð en 2. og sérstaklega 3. sætið voru ekki alveg réttu lögin fannst mér... þekkti bara ekkert af flytjendunum ;)
En nú er kominn háttatími klukkan orðin hálfþrjú takk fyrir!

Ps: ég er samviskusamari við bloggið en heimalærdóminn!

3 Comments:

Blogger Guðrún said...

Auðvitað hélt ég með Dísellu! Ekki nóg með að við séum nánast bestu vinkonur (hún kenndi mér sko brandarann um Na, hlýt bara að hafa sagt þér hann) heldur fékk ég bara gæsahúð á vissum stöðum í laginu, mér fannst það flott og hún æðisleg og hana nú

19 febrúar, 2006 23:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er bara búin að heyra brot úr lögunum (nema Silviu sem heyrist á öllum útvarpsstöðvum allan daginn svo að maður kemst ekki hjá því að heyra það...), en mér fannst brotið úr Dísellu lagi mjög flott og líka það sem ég heyrði af Regínu Ósk. Hefði heldur viljað sjá aðra af þeim í fyrsta sæti...

19 febrúar, 2006 23:37  
Blogger Guðrún said...

Sko, mér fannst Regínu lag flott fyrir utan þessi hræðilegu öskur... svo fannst hún mér reyndar ekkert sérstaklega aðlaðandi á e-n hátt... en ekki segja neinum að það hafi haft áhrif á álit mitt á laginu!
En komm on, ef það hefur áhrif á álit mitt, hvað þá álit annarra!

19 febrúar, 2006 23:48  

Skrifa ummæli

<< Home