sunnudagur, september 21, 2008

Skrúðgöngur og lestir

Þá er ég orðin grasekkja aftur. Það er ekkert spes.
Laugardeginum var að þónokkri leyti eytt í skrúðgöngum af ýmsum sortum. Um hádegisbilið keyrðum við Embla frænka niður í bæ því Jonas vara að fara að spila með lúðrasveit heimvarnarliðsins. Á leiðinni lentum við í bílalest á eftir tveimur hestvögnum sem voru fullir af fólki í einhvers konar gamaldags herklæðum og með fallbyssu í eftirdragi. Á eftir þessari hersingu hjólaði svo maður í minna skrautlegum herlkæðum á einkennilegu hjóli með palli þar sem hann var með skóflu og fullt af hestaskít :) Eins og þið getið ímyndað ykkur fór hersingin ekki mjög hratt yfir svo það myndaðist þessi fínasta bílaröð á eftir þeim.
Við gengum svo á hljóðið og fundum Jonas svona líka sætan í júníformi og með hatt og allt. Maðurinn með prikið gerði svo einhverjar hreyfingar og og lúðrasveitin lagði af stað. Við Embla vorum náttúrulega spenntar að ganga á eftir í skrúðgöngu en það stóð ekki í boði þar sem hestvagnarnir voru mættir og áttu að fylgja. Við gengum svo á eftir hestvögnunum eins og æstar grúppíur því það var engin annar sem fylgdi á eftir. Það myndaðist þessi líka fína röð af frekar eyrðarlausum strætóum þar sem hersingin fór eftir mjög fjölförnum strætóvegi. Eftir að hafa þrammað á eftir í stutta stund, snéri svo lúðrasveitin við og gekk sömu leið til baka. Þá var ekkert annað að gera en að snúa við og elta (sama fína strætóbílaröð í þá áttina). Eftir þessa ævintýralegu "skrúðgöngu" borðuðum við Embla og Jonas nestið okkar á bekk með "A-liðinu" eins og rónar eru kallaðir í Svíþjóð. Svo var haldið í IKEA. Við vorum ekki komin almenilega út á hraðbrautina þegar við sjáum að það er óendanleg bílalest eftir allri hraðbrautinni, okkur langaði helst að bakka til baka :/
Við vorum í hálftíma í þessari skemmtilegu röð þar til við komumst framhjá hnútnum og þá var hálftíma bílferð eftir í IKEA. Maður hefði nú haldið að IKEA ferð á laugardagseftirmiðdegi væri ekki góð hugmynd en við rúlluðum öllu upp á minna en hálftíma, með pylsu og ís á eftir meira að segja!
úps verð að fara að horfa á sjónvarpið

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home