laugardagur, september 13, 2008

Greinilega ekki Íslendingar sem skipulögðu ferðina hans Jonasar

Tónleikarnir eru búnir en þau fara ekki heim fyrr en annað kvöld! Hann er s.s. farin að hanga og bíða núna og ég hitti hann ekki fyrr en um miðnætti á morgun! Ansalegt.
Þau byrjuðu á að hanga í tvo tíma í Trelleborg að bíða eftir skipinu sem færi með þau til Þýskalands og svo var allt tilbúið klukkutíma fyrir tónleikanana í dag!! Kannski Svíarnir séu stoltir af að tímaplanið "gekk svona vel upp" en mér finnst þetta bara eintóm tímasóun.
Frekar hleyp ég á eftir strætó heldur en að bíða í 10 mínútur af því ég kom svo tímalega...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ja hérna, maður sleppir því að kíkka á bloggið í nokkra daga og þarf bara að hafa sig allan við að lesa allt;)

Hí hí skipulögðu Svíarnir, þeir myndu alla vega örugglega ekki lenda í að sleppa því að taka kvittun í lestina til Köben og þurfa að borga aftur!? Ha humm;)

14 september, 2008 16:46  
Blogger Guðrún said...

Bannað að sofna á verðinum sys ;)

14 september, 2008 16:53  

Skrifa ummæli

<< Home