fimmtudagur, september 11, 2008

pirrandi

að fara svangur í búðina og svo er endalaust af fólki þar og þú þarft að standa í eilífð í röð... að sjálfsögðu umkringd af sælgæti!!
Að sjálfsögðu stóðst ég freistingarnar, enda ekki þekkti fyrir annað eða hvað ;)
Og annað, mér leiðist að vera ein heima! Þið eigið ennþá séns á að kíkja í heimsókn, Jonas kemur ekki heim fyrr en á sunnudagskvöldið!
Ætla samt að láta vera að auglýsa það í skólanum, gæti misskilið ;)
Það er ekki tekið út með sældinni að vera svona myndarlegur get ég sagt ykkur ;)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nei, þetta er erfitt ;) Aldrei lendi ég í svona... En þú ert náttla svo öguð að þú lendir hvorki í vandræðum með sælgæti í búðinni né aðdáendur í skólanum :þ

12 september, 2008 21:52  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Oh, ég skil þig svo vel. Erling er nýbúinn að vera útí í tvær vikur, svo fer hann aftur í svipaðan tíma í lok sept og væntanlega tvisvar aftur fyrir jól :(

En, en. Foreldrar Erlings lentu í e-i massaseinkun þegar þau komu með lestinni til okkar og fengu því inneign sem samsvaraði fyrsta klassa miða frá Köben til Stokkhólms! Við erum skiljanlega ekki að fara að nýta þá á þessu ári, svo mér datt í hug þú og Jónas?

Er ekki tilvalið að kíkja í heimsókn til stóra bró í næstu pásu eða e-ð?

12 september, 2008 22:52  
Blogger Guðrún said...

... en þar sem það er rosalega mikið aumingja ég þessa dagana, ein heima og svona, þá var allt í lagi þó ég keypti mér nammi og kók í dag sko :þ

13 september, 2008 00:17  
Anonymous Nafnlaus said...

Já! Má alltaf fá nammi þegar maður er aaaleinn heima. Nema ef maður býr einn...

13 september, 2008 14:29  

Skrifa ummæli

<< Home